Fimmtudagur 05.12.2013 - 17:11 - FB ummæli ()

Hvor fréttin er röng?

06:00: Sérsveitarmenn beita gasvopnum. Maðurinn hleypir af skotum út um glugga íbúðarinnar í framhaldinu. Ekkert gengur að hafa samband við manninn. Þegar sérsveitarmenn fara inn í íbúðina öðru sinni skýtur hann á þá og hæfir höfuð eins þeirra.

http://www.ruv.is/frett/lest-eftir-skotbardaga-vid-logreglu

Klukkan 7:34 er maðurinn kominn upp á slysadeild og búið að aflýsa hættuástandi.

 

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu taldi lögregla á þessum tímapunkti yfirgnæfandi líkur á að maðurinn hefði svipt sig lífi. Hvellur hefði heyrst frá íbúðinni og ekkert samband náðst við hann í tvo klukkutíma.

http://www.ruv.is/frett/lasasmidur-i-storhaettu-i-umsatrinu

Það tók lásasmiðinn 20 mínútur að komast inn. Það hefur því í allra síðasta lagi verið klukkan 7:10 sem ákveðið var að brjótast inn til hans. Samkvæmt því hefur ekkert heyrst frá íbúðinni frá kl 5:10.

 

Hvor fréttin er röng? Hvenær fáum við skýringar á þessu misræmi?

 

—–

Uppfært:

 

Mbl.is er svo með eina útgáfuna enn

Í fyrstu taldi lögregla mögulegt að maðurinn hefði framið sjálfsvíg í íbúðinni og opnaði dyrnar að íbúðinni til að kalla inn til hans. Maðurinn skaut þá úr haglabyssu á lögreglu, skotið hæfði skjöld eins lögreglumannsins sem kastaðist við það aftur á bak niður stigann.

Systkinin telja að lögreglumennirnir hafi verið í íbúðinni frá um klukkan 3.30 til um 5, þegar liðsmenn sérsveitar ríkislögreglustjóra fylgdu þeim út.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/12/05/logreglan_leitadi_skjols_hja_fjolskyldu/

 

Það var samkvæmt þessu milli 3 og 5 sem þeir töldu hann hafa fyrirfarið sér.  Hvað er rétt?

Eru fjölmiðlar með allt niður um sig? Er virkilega enginn sem hefur yfirsýn yfir þær upplýsingar sem hafa komið fram og sér um að leita skýringa?

Flokkar: Allt efni · Fjölmiðlar · Lögregla og dómsmál
Efnisorð:

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics