Föstudagur 17.01.2014 - 16:27 - FB ummæli ()

Þórey liggur sjálf undir grun

Þetta viðtal við Þóreyju Vilhjálmsdóttur er einhver aumasta tilraun til yfirklórs sem ég hef nokkurntíma orðið vitni að.

Fyrst talar hún um að fjölmiðlar hafi vitnað í „minnisblað úr ráðuneytinu“. Svo heldur hún því fram að búið sé að sýna fram á að blaðið hafi ekki farið úr ráðuneytinu. Þetta er þversögn. Enginn annar en ráðuneytið hafði aðgang að skjalinu, það fór því augljóslega þaðan.

Þórey segir einnig að ráðuneytið sé búið að gera allt sem hægt er til að komast til botns í þessu máli.  Það er tóm tjara. Venjulega er hægt að eyða ummerkjum um að póstur hafi verið sendur og varla eru símtöl starfsmanna hleruð svo það hlýtur að vera mögulegt að einhver hafi lesið textann af blaðinu upp fyrir blaðamann eða einhvern annan. Ef er á annað borð hægt að færa sönnur á að texti skjalsins hafi ekki verið sendur úr ráðuneytinu er augljóst að einhver sem hafði aðgang að skjalinu, t.d. ráðherra, aðstoðarmaður ráðherra eða annar hátt settur starfsmaður, hefur prentað það út og tekið það með sér út úr ráðuneytinu. Ef ráðherra hefði viljað komast til botns í málinu hefði gagnaþjónaðurinn auðvitað verið kærður strax og tæknideild lögreglunnar falið að rannsaka persónulegar tölvur og síma starfsmanna.

Vonandi leiðir rannsókn ríkissaksóknara í ljós hver starfsmanna innanríkisráðuneytisins lak skjalinu. Þórey hlýtur að vera mér sammála um það. Hún tilheyrir nefnilega sjálf þeim fámenna hópi sem kemur til greina og eina leiðin til þess að hreinsa hana er sú að brotið sannist á einhvern félaga hennar. En kannski þarf ríkissaksóknari ekki að sækja vöndinn. Kannski er sá sem lak skjalinu nógu vönduð manneskja til þess að játa og hreinsa þannig sína nánustu samstarfsmenn. Kannski.

Flokkar: Allt efni · Andóf og yfirvald · Fjölmiðlar
Efnisorð: , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics