Fimmtudagur 28.03.2013 - 11:19 - FB ummæli ()

Þetta eina sem þingheimur náði samstöðu um

Í dag eru margir reiðir.

Út af þessu með auðlindaákvæðið og kvótann og vatnalögin og allskonar og æjá svo var eitthvað um stjórnarskrá. Dálítið verið daðrað við einkavæðingu bankanna líka. Var ég búin að nefna meiri stóriðju? Ríkisstyrkta?

Það er ósköp skiljanlegt að þeir sem kusu Samfylkinguna og VG séu í sárum en í allri þessari reiði yfirsést mönnum nokkuð stórkostlegt og undursamlegt; það að þrátt fyrir allt lauk störfum þingins í samhug og einingu sem á sér varla fordæmi í Íslandssögunni. Að þingmönnum Hreyfingarinnar undanskildum, sameinuðust þingmenn allra flokka loks í verkum sínum, og eins og til að undirstrika það viðhorf að ríkisstjórn eigi að hlusta á mótherja sína á Alþingi, sáu stjórnarflokkarnir sjálfir um að eyða stjórnarskrármálinu á meðan þingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins sátu hjá.

Aldrei frá því að ég fór að fylgjast með fréttum hef ég séð skapast á Alþingi jafn skýra, þverpólitíska afstöðu um eitt mál: Það að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að ráða.

Flokkar: Allt efni · Stjórnmál, trúmál og þjóðarsálin

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics