Í Speglinum í gærkvöld ræddi heilbrigðisráðherra nauðsyn þess að „tryggja þjónustustig“ heilbrigðiskerfisins (hvað sem það nú merkir.) Ráðherrann telur að hægt sé að ná inn þeim áttakommaeitthvað milljörðum sem vantar til þess að hægt sé að halda uppi góðri þjónustu og gera nauðsynlegar úrbætur með annarri forgangsröðun og aukinni framleiðni. Hann útskýrði þó ekki hvernig ætti að breyta forgangsröðuninni eða í hverju þessi aukna framleiðni fælist.
Í þessu langa og leiðinlega viðtali benti ráðherrann aðeins á eina leið til að rétta hallann. Þá leið að auka hlutdeild sjúklinga í kostnaði.
Hversu hátt hlutfall kjósenda ríkisstjórnarflokkanna skyldi hafa séð þá lausn fyrir sér á kjördag?