Þriðjudagur 16.07.2013 - 08:43 - FB ummæli ()

Íslenska velferðarkerfið?

Vinkona mín veiktist alvarlega á síðasta ári. Kostnaður hennar við læknisþjónustu og lyf á árinu nam 330.000 krónum.

Ég á tvær vinkonur sem hafa leitað á slysadeild á síðustu vikum. Önnur beið í 6 klukkustundir áður en læknirinn rétt leit á hana og sagði henni að ekkert væri hægt að gera fyrir hana. Hún borgaði 5600 kr fyrir það. Hin beið í 7 klukkustundir og var sagt að fara til heimilislæknis.

Um daginn átti ég netspjall við konu sem lýsti samskiptum sínum við heilbrigðiskerfið á nokkurnveginn sama hátt og einn vina minna lýsti árið 2003. Lítið virðist hafa breyst á 10 árum.

Ég hef búið bæði í Danmörk og Bretlandi síðustu árin og það sem hefur komið mér allra mest á óvart í báðum þessum löndum er verðið á heilbrigðisþjónustu. Hér eru nokkur skemmtileg samanburðardæmi um kostnaðarhlutdeild sjúklings í heilbrigðisþjónustu. Miðað er við almennt verð fyrir fólk sem nýtur almennra sjúkratrygginga og er ekki með afsláttarkort.

Koma á bráðamóttöku:
Ísland  5600 kr  – Bretland 0 kr

Koma á heilsugæslu á dagvinnutíma:
Ísland 1000 kr   –  Bretland 0 kr

Legstrok til krabbameinsleitar:
Ísland 4000 kr  – Bretland 0 kr

Koma á göngudeild sjúkrahúss:
Ísland 3000 kr  – Bretland 0 kr

Heimsókn til sérgreinalæknis:
Ísland 4500 kr  – Bretland 0 kr
Þetta er almenna gjaldið á Íslandi og kostnaður getur verið lægri. Hann getur þó einnig orðið hærri eða allt að 31.000 kr.

Rannsókn á blóðsýni eða þvagsýni:
Ísland 1900 kr – Bretland 0 kr

Ég ætla ekki að reyna að reikna út lyfjakostnað fyrir Íslendinginn en í Skotlandi borgar sjúklingur yfirleitt ekki krónu fyrir þau lyf sem læknir skrifar upp á. Heilbrigðiskerfið hefur lagaheimild til gjaldtöku fyrir lyfseðla en hún hefur að minnsta kosti ekki verið nýtt síðustu 2 árin. (Lesandi benti mér á að í Englandi væri ennþá rukkað fyrir lyfseðilsskyld lyf, ég fann skýringu á þessu misræmi hér.)  Það sama gildir um þjónustu auglækna, í Skotlandi er hún niðurgreidd að fullu.  Í Bretlandi eiga fáæklingar rétt á aðstoð vegna kostnaðar sem ekki er niðurgreiddur að fullu. Ég hef einu sinni þurft að taka lest í annan bæjarhluta til að fara til sérfræðings og mér var sérstaklega bent á að kynna mér hvort ég ætti rétt á að fá lestarferðina endurgreidda (án þess að ég léti neinar áhyggjur vegna kostnaðar í ljós.) Tannlæknaþjónusta barna er foreldrum að kostnaðarlausu og tannlækningar fyrir fullorða niðurgreiddar að hluta.

Ég finn ekki í fljótu bragði upplýsingar um kostnaðarþátttöku sjúklinga í Danmörku  en þegar ég bjó þar borgaði ég ekkert fyrir komu til heimilislæknis eða á slysadeild.

Mér var bent á þessa umfjöllun í tengslum við umfjöllunarefnið. Mér finnst þetta mjög áhugavert.

Ísland

Bretland

Flokkar: Allt efni · Heilbrigðis- neytenda og velferðarmál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics