Sunnudagur 29.09.2013 - 15:33 - FB ummæli ()

Skemmtileg skilti

Á netinu er að finna urmul mynda af óvenjulegum götuskiltum. Því miður fylgir ekki alltaf sögunni hvar myndirnar eru teknar og oft rennir mann í grun að hann Fótósjoppmundur hafi komið við sögu.

 

sign31

Mér skilst að þetta skilti sé í Danmörk en nánari staðsetningu veit ég ekki

 
traffic-signs-02

Ég efast um að þetta sé ekta

 

strange-road-signs-1

Þetta skilti finnst mér sérlega fallegt

 

strangesign23

Ég veit hvorki hvar þetta skilti er né hvað það merkir en mig langar að vita það

 

original

Á vefsíðunni þar sem ég fann þessa mynd segir að skilitið sé í Treviso á Ítalíu.
Ætli þetta sé hugsað sem upplýsingaskilti eða er markmiðið að draga úr slysahættu á næturvaktinni?

 

dsc03581 (1)

Þetta er víst einhversstaðar í Kanada.
Ætli bílar í Kanada séu með viðvörunarflautur af þessari gerð
eða eru lúðrasveitarmeðlimir illa séðir í umferðinni?

 

14365669-a-halloween-road-sign-with-a-flying-witch-silhouette-isolated-on-white-with-clipping-pathÉg veit ekki hvort flugumferð norna er nokkursstaðar svo stórt vandamál
að ástæða hafi þótt til að koma upp svona skiltum
en það er hægt að panta þau á netinu ef þurfa þykir.

Flokkar: Allt efni · Ýmislegt
Efnisorð:

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics