Fimmtudagur 01.05.2014 - 15:27 - FB ummæli ()

Ætlar þú að hermast?

Nú eru páskafermingar nýafstaðnar og einhver börn verða víst fermd um hvítasunnuna. Búin með skyldumessurnar og útskrifuð úr kirkjunni. Flest þeirra munu ekki mæta aftur í messu fyrr en andlát verður í fjölskyldunni, eða, ef þau eru heppin, fyrr en þau gifta sig (venjulega eftir margra ára sambúð.)

Sum fermast reyndar ekki í kirkju heldur borgaralega. Sem felur víst í sér námskeið um lífsgildi og gagnrýna hugsun og fleira. Gott mál fyrir þá sem hafa áhuga á því. Auðvitað eru samt margir unglingar sem langar að halda partý þótt þeir hafi ekki minnsta áhuga á siðfræði; krakkar sem rúlla augunum þegar þeir heyra minnst á „lífsgildi“ og tengja það helst við yfirmáta hallærislega markaðssetningu fyrirtækja sem eru að reyna að beina athyglinni frá kapítalísku eðli sínu.

Margir Danir kalla borgaralega fermingu „nonfirmation“ sem er að því leyti réttnefni að með borgaralegri fermingu er ekki verið að staðfesta neinn samning sem foreldrarnir hafa gert fyrir hönd barnins.  En það þarf hvorki námskeið né ritúal til þess að fermast ekki og í Danmörku kynntist ég dreng sem hélt „nonfirmation-veislu“ án þess að ganga í gegnum neitt siðfræðiprógramm eða athöfn af neinu tagi. Hann og fjölskylda hans litu svo á að þau væru einfaldlega að fagna þeirri ákvörðun drengsins að mynda sér skoðanir án aðstoðar trúflokks eða lífsskoðunarfélags, og buðu vinum og vandamönnum til veislu af því tilefni.

Ég gæti best trúað að mörgum Íslendingum finnist það fagnaðarefni ef unglingur ákveður að hugsa fyrir sig sjálfur. Legg til að „nonfirmation“ verði „herming“ á íslensku.

Flokkar: Allt efni · Stjórnmál, trúmál og þjóðarsálin
Efnisorð: , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics