Umræðan um nýlegan dóm hæstaréttar er áhugavert dæmi um þann árangur sem kennivald kvenhyggjunnar hefur náð. Réttarkerfi sem fær standpínu af tilhugsuninni um að negla mótorhjólagengi, hlýtur umsvifalaust að leggjast á sveif með meintum vítisenglavinum ef þeir eru kynferðisglæpamenn. Sá sem bendir á að óskilorðsbundnir fangelsisdómar upp á fjögur til fimm og hálft ár (samanlagt átján og […]
Varúð! Þessi pistill er ekki við hæfi lesenda sem eru nógu vitlausir til að túlka ósk um mannúðlega meðferð á föngum sem réttlætingu fyrir glæpum. —————— Yfirvöld tala oft eins og þau gegni foreldrahlutverki gagnvart viðföngum sínum. Margrét Frímansdóttir, fangelsisstjóri segir t.d. vistun fanga ekki ósvipaða barnauppeldi. Þetta er athyglisverð sýn á barnauppeldi og bendir í skársta […]
Að vera flóttamaður er góð skemmtun. Flóttamenn eru í raun og veru túristar í dulargervi. Þeir ljúga upp allskonar sögum um að í heimalöndum þeirra ríki stríð eða ólýðræðislegir stjórnarhættir með skoðanakúgun og óeðlilegum afskiptum stjórnvalda. Minnihlutahópar séu ofsóttir, fólk sé fangelsað fyrir skoðanir sínar, þvingað í hjónabönd gegn vilja sínum, fái ekki sanngjarna málsmeðferð […]
Í umræðunni um mál Karls Vignis Þorsteinssonar hefur Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum viðhaft ummæli sem vert er að staldra við. Þau eru þess efnis að mannréttindi þeirra barna sem eru í hættu hljóti að vega þyngra en mannréttindi barnaníðinga. Þetta er undarleg útlegging á mannréttindahugtakinu. Mannréttindi eru réttindi sem fjöldi þjóða hefur bundist samkomulagi um […]
Það hefur líklega verið árið 1990 sem ég frétti af dvalarstað þekkts barnaníðings og hugmynd kom upp í mínum vinahópi. Hefði hún náð fram að ganga hefði ég sent þáverandi dómsmálaráðherra nafnlaust bréf sem hefði verið á þessa leið: Þar sem réttarkerfið býður ekki upp á nein ráð til þess að takast á við barnaníðinga […]
Í september 2012 synjaði Stefán Eiríksson lögreglustjóri mér um aðgang að skýrslu lögreglunnar um Búsáhaldabyltinguna. Þann 16. september 2012 kærði ég þá ákvörðun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin hefur nú loksins komist að niðurstöðu en hún er sú að lögreglustjóra hafi ekki verið heimilt að synja mér um aðgang að skýrslunni á grundvelli þeirra lagagreina sem […]
Fangi strýkur af Litla Hrauni. Gefur sig að lokum fram enda afber enginn venjulegur maður útlegð á Íslandi um miðjan vetur. Honum er skutlað beint í einangrun, ekki af því nein hætta sé á að hann spilli rannsókn sakamáls eða af því að hætta stafi af honum eða steðji að honum innan um aðra fanga, […]
Ég taldi víst að fáir hefðu áhuga á úttekt minni á kennsluefni kynjafræðinnar um svokallaðan „and-feminisma“ en það er öðru nær. Þessi pistill er búinn að fá þúsundir flettinga. Mér hefði þótt skemmtilegt að krefjast lykilorðs fyrir allar skyggnulýsingarnar en þar sem áhuginn er meiri en ég átti von á, ákvað ég að birta þá […]
Í dag ætla ég að kenna ykkur að skapa réttarkerfi. Eða ekki. Ég þekki þrjú ólík mál þar sem fólk sem hefur verið órétti beitt telur réttarkerfið ekki góðan farveg til að rétta sinn hlut. Í einu tilviki er um að ræða hrottalega líkamsárás. Í einu tilviki varð kona fyrir nauðgun. Í síðasta tilfellinu býr […]
Töluverðar umræður hafa skapast á netinu um myndband sem sýnir fullorðinn mann veitast að fyrstu kynslóðar Íslendingum með svívirðingum og ógnandi framkomu. Að vonum þykir mörgum framkoma mannsins fyrir neðan allar hellur og ég skal svo sannarlega taka undir það. Mér finnst hinsvegar ömurlegt að sjá nokkra umræðuþræði á fb þar sem fullorðið fólk eys […]