Færslur fyrir flokkinn ‘Menning og listir’

Fimmtudagur 18.04 2013 - 20:52

Umferð í Úganda

____________________________________________________________________________________ Gatnakerfið í Kampala ber ekki umferðina. Á álagstímum tekur óratíma að komast á milli staða. Í Kampala  virðast engar umferðarreglur gilda og víða eru hvorki umferðarmerki né götuljós. Hér ekki lestakerfi. Það eru leigumótorhjól og skutlur sem halda uppi almenningssamgöngum. Skutlurnar eru bílar sem taka 10-14 manns í sæti. Þær aka ekki eftir ákveðinni […]

Miðvikudagur 13.03 2013 - 13:55

Klámlaus kynjamismunun

Þegar ég var lítil fyrirvarð ég mig fyrir klámmynd sem hékk uppi á vegg heima hjá mér. Þetta var blýantsteikning af nöktu pari í faðmlögum. Mér fannst nógu dónalegt að hafa berrassað fólk uppi á vegg en þegar drengur sem kom í heimsókn fullyrti að þau væru „að ríða“ var mér allri lokið. Móðir mín […]

Sunnudagur 24.02 2013 - 03:00

Örlög kvenna, val karla

Ég á vin sem langaði að verða kvikmyndagerðarmaður. Þegar hann var ungur var kvikmyndagerð ekki kennd á Íslandi. Hann átti lítil börn en enga peninga og var ekki áhættusækinn. Hann vissi að líkurnar á því að hann slægi í gegn voru takmarkaðar og komst að þeirri niðurstöðu að það þjónaði hagsmunum fjölskyldunnar betur að hann […]

Miðvikudagur 13.02 2013 - 15:18

Píkan hennar Steinunnar

Steinunn Gunnlaugsdóttir er pólitískur lista(kven)maður sem ég vildi gjarnan að væri meira áberandi. Hún á heiðurinn af píkumyndbandinu sem ég tengi á hér að neðan. Þar sem margar viðkvæmar sálir lesa Eyjubloggið mitt er hætta á að einhverjum misbjóði og fyrst var ég að hugsa um að birta þetta frekar á persónulegu síðunni minni. Við nánari […]

Fimmtudagur 10.01 2013 - 16:58

Kvenhatur og hægri öfgar í Kardimommubæ

Kardimommubærinn er hættulegt leikverk. Fullt af kvenhatri og hægri öfgum. Svo hættulegt að sænski leikstjórinn Sofia Jupither vill láta taka verk Egners úr umferð fyrir fullt og allt, það dugar ekkert minna til að hindra komandi kynslóðir í kvennakúgun og fasisma. „- annars geta menn bara lifað og leikið sér“ Hægri öfgar? Yfirvaldið Í Kardimommubæ, bæjarfógetinn […]

Fimmtudagur 27.12 2012 - 18:44

Afnemum mannanafnalög

Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkur nöfn til viðbótar en foreldrar Christu litlu verða enn um sinn að sætta sig við að nafn hennar sé ólöglegt. Sú ákvörðun stenst enga rökvísi enda eru fjölmörg nöfn með samstöfunni ch á mannanafnaskrá og nafnið fellur prýðilega að beygingakerfinu. Þegar úrskurðir mannanafnanefndar eru skoðaðir nokkur ár aftur í tímann kemur í […]

Sunnudagur 09.12 2012 - 19:20

Grýla gamla og feðraveldið

  Ef þjóðtrúin segir okkur eitthvað um samfélagið sem hún er sprottin úr þá segja breytingarnar á henni væntanlega eitthvað líka. Það er ekki lengur viðurkennd uppeldisaðferð að hræða börn til hlýðni með því að siga á þau óvættum og með breyttum viðhorfum breyttust jólaskrímslin. Það er áhugavert að skoða ímyndir óvætta eins og Grýlu […]

Föstudagur 16.11 2012 - 17:14

Æ losum okkur við Matthías

Tilfinningar og skynsemi fara því miður ekki alltaf saman. Hjá mér verða slíkir árekstar þar á milli í hvert sinn sem ég heyri eitthvað sem ég skilgreini sem málvillu eða vont málfar. Tilfinningin segir mér að til sé „rétt íslenska“ og ég finn fyrir fasískri löngun til að þröngva skilningi mínum á því upp á […]

Miðvikudagur 07.11 2012 - 12:55

Hver vill borga fyrir sérvisku annarra?

SUS vill skera niður fjárframlög til ýmissa stofnana, svo sem Veðurstofunnar og Árnastofnunar. Hugmyndin er væntanlega sú að þessar stofnanir skili ekki hagvexti og séu þar með til óþurftar, eða sinni í skársta falli afþreyingarhlutverki fyrir sérvitringa. Ég get skilið það sjónarmið að þeir sem nota þjónustuna eigi að borga fyrir hana og er að […]

Þriðjudagur 06.11 2012 - 13:40

Af hverju eru konur ekki hagyrðingar?

Fyrir daga internetsins lá ég stundum andvaka af áhyggjum af því að brageyra þjóðarinnar væri að fara til fjandans. Þeir  einu sem mér vitanlega ortu undir hefðbundnum bragarháttum voru svokallaðir hagyrðingar. Þetta voru mishnyttnir karlar, flestir komnir yfir fertugt, sennilega bændur eða a.m.k. hestamenn, sem köstuðu milli sín kersknivísum á þorrablótum og létu einstaka ferskeytlu […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics