Snemma í sumar birti ég nokkrar stuttar færslur, yfirlit yfir 33 ástæður til að hafna feminisma. Nú er ég búin að vera í löngu fríi frá feminisma en hyggst ljúka birtingu þessarra smápistla fyrir haustið. Tenglar á fyrri færslur eru neðst í færslunni. 24. ástæðan fyrir því að við höfum ekkert gagn af feminisma er […]
Byggja sem flest hótel til að taka vel á móti ferðamönnum og gera allt sem hægt er til að laða sem flesta til landsins. Rukka þá svo (og einnig Íslendinga því ekki getum við mismunað fólki) fyrir aðgang að náttúrunni til að sporna gegn eyðilegginunni sem álagið hefur í för með sér. Væri ekki einfaldara […]
Þegar ég kom til Íslands í sumar líkti ég sölu á grænmeti og ávöxtum á Íslandi við skipulagða glæpastarfsemi. Ég er nefnilega vön að kaupa gulrætur á 181 kr/kg í Glasgow og tvær melónur saman á sem svarar 544 kr. (tilboð sem hefur verið í gildi í matvörubúinni næst okkur þessa 18 mánuði sem ég […]
Á Íslandi tíðkast ekki að kenna nýju starfsfólki vinnubrögð eða gefa því þær upplýsingar sem það þarf til þess að geta veitt góða þjónustu. Á mörgum vinnustöðum er nýju fólki bara hent út í djúpu laugina og þetta á ekki síst við um fyrirtæki sem ráða aðallega kornungt, ófaglært fólk til starfa. Á Íslandi er […]
Í umræðunni um mál Edwards Snowden hef ég nokkrum sinnum séð því fleygt að hvati Snowdens að uppljóstrunum sé ekki einskær mannréttindaást heldur kannski bara „athyglissýki“. Ég hef einnig séð nokkra netverja tala um þingmenn Pírata sem athyglissjúka, fyrir það að nota aðstöðu sína í þinginu til að tala fyrir mannréttindum Edwards Snowden. Við erum […]
Vinkona mín veiktist alvarlega á síðasta ári. Kostnaður hennar við læknisþjónustu og lyf á árinu nam 330.000 krónum. Ég á tvær vinkonur sem hafa leitað á slysadeild á síðustu vikum. Önnur beið í 6 klukkustundir áður en læknirinn rétt leit á hana og sagði henni að ekkert væri hægt að gera fyrir hana. Hún borgaði […]
Í Speglinum í gærkvöld ræddi heilbrigðisráðherra nauðsyn þess að „tryggja þjónustustig“ heilbrigðiskerfisins (hvað sem það nú merkir.) Ráðherrann telur að hægt sé að ná inn þeim áttakommaeitthvað milljörðum sem vantar til þess að hægt sé að halda uppi góðri þjónustu og gera nauðsynlegar úrbætur með annarri forgangsröðun og aukinni framleiðni. Hann útskýrði þó ekki hvernig […]
Ég fnæsti dálítið á Vísi þegar ég sá þessa frétt. Henni hefur verið breytt en upphaflega var textinn svona: Þessi frétt er í fyrsta lagi hroðalega illa skrifuð. Fólk er ekki sjálfráðasvipt en það getur verið sjálfræðissvipt. Verra er þó að nafn konunnar er ekki rétt beygt. Nafnið Karen er að vísu beygt á tvo […]
Eitt af því sem er verulega slæmt við Facebook er að maður er stundum skráður í hópa án þess að vera spurður álits. Einu sinni var hægt að senda fólki boð um að skrá sig í hóp en ég sé þann möguleika ekki lengur. Flestum finnst það öllu kurteislegra og mér finnst líklegt að margir […]
Tungumálið kemur upp um okkur. Þegar ég hafði skrifað þennan pistil rann allt í einu upp fyrir mér að ég var nánast hætt að nota orðið lögregluþjónn. Ég spurði Gúggul vin minn hversu algengt það væri og hann fann 247,000 niðurstöður þegar ég sló inn orðið „lögreglumaður“ en 77,700 þegar ég sló inn „lögregluþjónn“. „Lögreglumenn“ […]