Færslur fyrir flokkinn ‘Allt efni’

Fimmtudagur 13.12 2012 - 12:50

Skyggnulýsing 1

Nýverið frétti ég að skrif mín væru til umfjöllunar við kynjafræðina í HÍ. Ég varð að vonum afskaplega ánægð með að heyra að kennslan byði upp á fleiri sjónarhorn á dólgafeminisma en eitt allsherjar Halleljújah en þar sem ég hef ekki séð annað en fúsk frá svokölluðum kynjafræðingum, langaði mig að fá að skoða glærur […]

Miðvikudagur 12.12 2012 - 21:31

Að taka á ofbeldi í eigin röðum

Í dag ætla ég að kenna ykkur að skapa réttarkerfi. Eða ekki. Ég þekki þrjú ólík mál þar sem fólk sem hefur verið órétti beitt telur réttarkerfið ekki góðan farveg til að rétta sinn hlut. Í einu tilviki er um að ræða hrottalega líkamsárás. Í einu tilviki varð kona fyrir nauðgun. Í síðasta tilfellinu býr […]

Þriðjudagur 11.12 2012 - 20:22

Fánaberar fávísinnar

Ég þakka lesendum skjót viðbrögð við beiðni minni um afrit af glærum sem ég nefndi í pistli gærdagsins. Ég fékk póst frá fólki sem ætlaði að útvega umrædd gögn en greip í tómt þar sem búið var að fjarlægja allt efni námskeiðsins af vefnum og einnig frá lesanda sem gat engu að síður gefið mér […]

Mánudagur 10.12 2012 - 16:03

Vill einhver leka í mig leyniskjölum úr kynjafræðinni?

Ég stend í þeim undarlegu sporum að vera synjað um aðgang að námsefni þar sem vitnað er í skrif mín. Þessi staða varð mér tilefni hugrenninga um hlutverk háskóla og eignarhald á þekkingu. Hlutverk háskóla Hlutverk háskóla er tvíþætt; að afla þekkingar og dreifa henni. Hugmyndin með rekstri háskóla er sú að þekking sé áhugaverð […]

Sunnudagur 09.12 2012 - 19:20

Grýla gamla og feðraveldið

  Ef þjóðtrúin segir okkur eitthvað um samfélagið sem hún er sprottin úr þá segja breytingarnar á henni væntanlega eitthvað líka. Það er ekki lengur viðurkennd uppeldisaðferð að hræða börn til hlýðni með því að siga á þau óvættum og með breyttum viðhorfum breyttust jólaskrímslin. Það er áhugavert að skoða ímyndir óvætta eins og Grýlu […]

Föstudagur 07.12 2012 - 23:58

Gestapistill um lögleiðingu vímuefna

Here is the English version of this article, written by Thorkell Ottarsson. Þetta er gestapistill eftir Þorkel Ágúst Óttarsson. Þorkell hefur starfað í gistiskýli fyrir útigangsfólk í Drammen í Noregi í sex ár. Það áður vann hann í eitt ár á heimili fyrir geðfatlaða þar sem flestir voru í neyslu. ————— Hvers vegna ég vil […]

Fimmtudagur 06.12 2012 - 23:43

Trúboð í skólum er ekkert skaðlegt

Hvernig getur það skaðað börn þótt prestar heimsæki skólann, tali um kærleika og miskunnsemi og kenni börnunum að spenna greipar? Hafa þau eitthvað illt af því að læra að syngja Jesús er besti vinur barnanna? Ef þetta flokkast sem trúboð, hvernig stendur þá á því að mörg þessara barna verða samt trúleysingjar? Svarið er: Börn hafa ekkert […]

Fimmtudagur 06.12 2012 - 10:32

Hengjum rasistann!

Töluverðar umræður hafa skapast á netinu um myndband sem sýnir fullorðinn mann veitast að fyrstu kynslóðar Íslendingum með svívirðingum og ógnandi framkomu. Að vonum þykir mörgum framkoma mannsins fyrir neðan allar hellur og ég skal svo sannarlega taka undir það. Mér finnst hinsvegar ömurlegt að sjá nokkra umræðuþræði á fb þar sem fullorðið fólk eys […]

Miðvikudagur 05.12 2012 - 12:22

Látum það gossa í laugina

Kúgun íslenskra kvenna virðist ekki eiga sér nein takmörk. Ný rannsókn leiðir í ljós að konur hafa ekki einu sinni sama aðgengi að sundlaugum og karlar. Samkvæmt könnuninni eru aðeins 46% sundlaugagesta í sundlaugum Reykjavíkurborgar konur en karlar eru 54%. Við erum að tala um 8% mun. Hugsið ykkur heil 8%. Þessi kynjahalli vekur þungar áhyggjur og […]

Þriðjudagur 04.12 2012 - 17:04

Rapp

Ég hef ekki skrifað rapptexta áður og veit svosem ekki hvort þessi tilraun stenst bragreglur rappsins 🙂 ——————— Ég fíla ekki ritskoðun og finnst það dáldið upptjúnað er klámpostular predika pólitískan réttrúnað. En samt ég vildi svör við því hvernig á því stendur að fjendur dónanna sem grínast, sýnast ekkert hneykslast klámi á ef það kemur innan frá. Og […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics