Í gær benti ég á þvæluna í þeim sem flokka hvern þann sem marxista, sem telur kapítalismann vinna gegn lýðræði og frelsi. Í þessu viðtali er fjallað um fyrirhugaða plöntulöggjöf Evrópusambandsins; reglur sem hætta er á að hefti frelsi almennings til þess að stunda jafn áhættulausa og sakleysislega iðju og matjurtarækt. Þetta er einmitt dæmi um […]
Lýðræði, eins og það er ástundað í okkar samfélagi, merkir að fjöldinn felur stjórnmálaflokkum að setja lög. Lögin eru svo mótuð eftir hagsmunum flokkseigenda sem einnig hafa umtalsverð áhrif á það hverjir veljast í valdastöður. Mikið lifa þeir í litlum og þröngum heimi sem álíta að hver sá sem ekki er hrifinn af þessu fyrirkomulagi […]
Ef á annað borð er hægt að hugsa sér fánýtari dægradvöl en ljóðagerð, þá eru ljóðaþýðingar það fyrsta sem mér kemur í hug. Og að velja í þokkabót meira en 200 ára gamlan kveðskap við tónlist sem fáir geta sungið, það er náttúrulega bilun. Á hinn bóginn er skynsemi ofmetin. Og Bellman yndi. Sem ég […]
Kannski er hugmyndin um áhrifamátt bundins máls á undanhaldi en hún hefur lengst af verið áberandi í íslenskri menningu. Hún birtist til að mynda í galdratrú þar sem ákvæðakveðskapur skipar stóran sess og eins hefur skáldskapur löngum þótt áhrifarík leið til að kveða niður drauga. „Meiðyrðamál“ Íslendingasagna voru gegn skáldum sem höfðu ort níð. Þar […]
Í síðasta pistli talaði ég um tengsl „góða fólksins“ við faríseisma. En það er fleira en siðavendni og pólitísk rétthugsun sem einkennir góða fólkið. Annað sterkt einkenni er forræðishyggja. Sú sannfæring að sauðheimskur almúginn kunni ekki fótum sínum forráð og því þurfi yfirvaldið að veita honum föðurlegt aðhald – eftir forskrift hinna réttlátu; þeirra sem […]
Í netumræðu síðustu vikna hefur borið á kröfu um skýringar á því hvað átt er við með stimplinum „góða fólkið“. Þeir sem undrast svo mjög þessa hugmynd eru oftar en ekki fólk sem gæti sem best tekið merkimiðann til sín. Þar sem ekki er um að ræða sérstaka hugmyndafræði heldur ósköp mannlega eiginleika, sem ég er […]
Mig langar að vita hvernig höfundar aðalnámskrár sjá fyrir sér heimilisfræðikennslu sem byggir á þessum grunnþáttum. Hvernig eldar maður t.d. sjálfbærar jafnréttiskjötbollur í lýðræðissamhengi? Tenging heimilisfræðinnar við hreinlæti og hollustu er augljós. Að sjálfsögðu kennum við krökkunum að það sé óheppilegt að nærast eingöngu á sælgæti og frönskum kartöflum og við kennum þeim að fara ekki […]
Í framhaldi af þessum pistli: Ég held því miður að Jón Daníelsson hafi rétt fyrir sér um Læknavísindakirkjuna. En fyrst ég er á annað borð að skoða lög um trúfélög má ég til að koma því að að mér finnst margt sérkennilegt í þessum lagabálki. Við getum byrjað á að skoða 1. milligrein 1 greinar. Rétt […]
Loksins hillir undir stofnun trúfélags sem ég gæti hugsað mér að tilheyra. Ég trúi heilshugar á mátt læknavísindinna til að bæta heilsu og hamingju almennings og bjarga oss frá óþarfa þjáningu og ótímabærum dauða. Þessvegna ætla ég að ganga í læknavísindakirkjuna. Hver eru skráningarskilyrðin? Í netumræðunni hefur heyrst sú skoðun að læknavísindakirkjan uppfylli […]
Með því að smella á myndina og smella svo aftur er hægt að stækka hana.