Færslur með efnisorðið ‘Fátækt’

Sunnudagur 30.03 2014 - 10:30

Skólaheimsókn í Úganda

Síðasta vor var ég svo lánsöm að fá tækifæri til þess að ferðast til Úganda. Einn af mörgum eftirminnilegum atburðum var heimsókn í barnaskóla í Masindi, sem er 45.000 manna bær í nágrenni Kampala. Í Úganda er börnum á aldrinum 7-14 ára boðið upp á skólagöngu, foreldrum að kostnaðarlausu, en foreldrum er ekki skylt að […]

Fimmtudagur 03.10 2013 - 19:15

Ert þú einn af þessum 86?

Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er hlynntur þróunarsamvinnu en fáir þekkja þúsaldarmarkmiðin. Hefur fólk þá nokkra hugmynd um hvað það er eiginlega að styðja? Allir vita að þróunarstarf snýst um að uppræta fátækt og sjúkdóma og það er í sjálfu sér nóg til þess að vera hlynntur því. Það er samt dálítið hallærislegt að 86,4% Íslendinga geti ekki […]

Sunnudagur 21.04 2013 - 15:58

Betl

____________________________________________________________________________________ Það er áreiðanlega erfið vinna að vera betlari.  Sitja aðgerðalaus tímunum saman.  Augnaráð vegfarenda lýsa vorkunnsemi og þó oftar fyrirlitningu, þ.e.a.s. augnaráð þeirra sem á annað borð líta í átt til betlarans því flestir forðast að horfa á eymdina.  Og oftast lítið upp úr því að hafa. Ég gef betlurum smápeninga ef ég á […]

Miðvikudagur 17.04 2013 - 17:42

Vestræn klæði

___________________________________________________________________________________ Úganda er land undarlegrar þversagnar. Hér er paradís á jörð. Fullkomið veðurfar; hitastigið á bilinu 20-27 gráður árið um kring. Hér er nóg vatn og frjósamur jarðvegur, góðar koparnámur, olía, m.a.s. heitt vatn. Engu að síður býr þorri Úgandafólks við sára fátækt. Hér rignir reglulega en samt búa um 40% Úgandamanna við ófullnægjandi aðgegni […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics