Ég er ekki í minnsta vafa um að mikið ógeð þrífist í lyfjaiðnaðinum. Bad Pharma liggur einmitt á borðinu við hliðina á mér í þessum orðum skrifuðum, ég lagði hana frá mér hálflesna síðasta haust en nú er áhugi minn á henni endurvakinn. Lyfjaiðnaðurinn er algert oj, rannsóknir sem henta ekki fyrirtækjunum eru látnar hverfa, reglur eru […]
Í gær undraðist ég stofnun sérstakrar „Sundstofu“ og fyrirhugaðar rannsóknir á hennar vegum, sem áætlað er að verði gerðar í kjölfar könnunar á vef Þjóðminjasafns. Valdimar Tr. Hafstein, talsmaður Sundstofu er í vinnuferð (ekki þó við sundrannsóknir) en hefur þrátt fyrir annir gefið sér tíma til að svara hluta þeirra spurninga sem ég beindi til […]
Vísindin efla alla dáð, segja þeir. Það gladdi mig því ósegjanlega að sjá þessa frétt (Fréttablaðið, 25. okt. 2013, bls. 6) af nýrri vísindastofnun; Sundstofu. Vilja skilja sund í samfélaginu Þjóðminjasafn Íslands í samvinnu við Háskóla Íslands sendir þessa dagana út spurningaskrá um sundlaugamenningu, sem er hluti af stærri rannsókn sem meistaranemar og kennarar úr […]