Færslur með efnisorðið ‘Rímað’

Fimmtudagur 24.10 2013 - 14:29

Lenti í Bellman

Ef á annað borð er hægt að hugsa sér fánýtari dægradvöl en ljóðagerð, þá eru ljóðaþýðingar það fyrsta sem mér kemur í hug. Og að velja í þokkabót meira en 200 ára gamlan kveðskap við tónlist sem fáir geta sungið, það er náttúrulega bilun.  Á hinn bóginn er skynsemi ofmetin. Og Bellman yndi. Sem ég […]

Mánudagur 13.05 2013 - 16:06

Hveitibrauðsdagar Silfurskeiðabandalagsins á enda

Nú fer hveitibrauðsdögum Silfurskeiðabandalagsins senn að ljúka og alvaran að taka við. Brúðkaupið mun hafa farið fram á laun löngu fyrir kosningar. Og enn halda leynifundir áfram á leynistöðum. Lítið hefur frést af því hvað sætabrauðsdrengirnir hafa rætt á fundum sínum en því nákvæmari fréttir verið fluttar af bakkelsisáti þeirra félaga. Eftir því sem næst […]

Miðvikudagur 31.10 2012 - 14:52

Ungdómurinn nú til dags

Allt frá tímum Sókratesar hefur ungdómurinn verið uppivöðslusamur og áhrifagjarn, hrokafullur, kærulaus, latur, illa upplýstur, eltandi hverja tískusveiflu eins og hvolpur skottið á sér, óalandi og óferjandi, gott ef ekki óverjandi. Uppreisnargirni æskunnar gegn gömlum gildum hefur jafnan verið álitin einna stærstur ljóður á ráði hennar en nú ber nýrra við. Í dag snúa áhyggjur […]

Miðvikudagur 31.10 2012 - 00:10

Handa Láru Hönnu

Fyrirtækja fjölmargt prang feilað hefur Nubo Huang Gríms á stöðum gróðamang grillir í á Fjöllum Þúsund keikir Kínverjar koma vegna framkvæmdar breiðar lendur byggja þar bleikum skýjahöllum Ótal milljón auðjöfrar elska golf og sportveiðar spóka sig þar spjátrungar og spila á moldarvöllum Land á Fjöllum fyrir beit friðað er en Nubo veit að undanþágu er […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics