Færslur með efnisorðið ‘Skólamál’

Mánudagur 30.06 2014 - 11:59

Væri rétt að kenna kynjafræði í grunnskólum?

Þessi grein birtist í tímaritinu Þjóðmálum sem kom út núna í júní. Sú skoðun virðist útbreidd að grunnskólinn eigi að innræta börnum tiltekin viðhorf. Þessa sér stað í aðalnámskrá grunnskólanna en samkvæmt henni eru grunnþættir menntunar lýðræði, jafnrétti, sjálfbærni, heilbrigði, sköpun og læsi. Þótt merking þessara hugtaka sé hvorki einföld né óumdeild hefur þessi áhersla aðalnámskrár nánast […]

Sunnudagur 30.03 2014 - 10:30

Skólaheimsókn í Úganda

Síðasta vor var ég svo lánsöm að fá tækifæri til þess að ferðast til Úganda. Einn af mörgum eftirminnilegum atburðum var heimsókn í barnaskóla í Masindi, sem er 45.000 manna bær í nágrenni Kampala. Í Úganda er börnum á aldrinum 7-14 ára boðið upp á skólagöngu, foreldrum að kostnaðarlausu, en foreldrum er ekki skylt að […]

Mánudagur 18.11 2013 - 14:17

Ögurstund Hönnu Birnu

Á ögurstundum í lífi þjóðar getur varla verið forgangsmál að forða börnum frá boðskap um rökhyggju og réttlæti. Þessvegna ættum við að fá einhvern valinkunnan trúleysingja  til að fara í barnaskóla og segja börnunum frá hugmyndum Richards Dawkins  um Gvuð. Er það ekki Hanna Birna? Hvernig þætti þeim sem telja trúarinnrætingu í barnaskólum boðlega ef […]

Þriðjudagur 15.10 2013 - 10:30

Sjálfbærar jafnréttiskjötbollur í lýðræðissamhengi

Mig langar að vita hvernig höfundar aðalnámskrár sjá fyrir sér heimilisfræðikennslu sem byggir á þessum grunnþáttum. Hvernig eldar maður t.d. sjálfbærar jafnréttiskjötbollur í lýðræðissamhengi? Tenging heimilisfræðinnar við hreinlæti og hollustu er augljós. Að sjálfsögðu kennum við krökkunum að það sé óheppilegt að nærast eingöngu á sælgæti og frönskum kartöflum og við kennum þeim að fara ekki […]

Laugardagur 31.08 2013 - 06:59

Stjórnar Hildur Lilliendahl mannaráðningum við HÍ?

Ætli sé til ein manneskja í veröldinni sem hefur náð tvítugu án þess að þjást af völdum annarra? Ætli sé til ein manneskja í veröldinni sem hefur náð tvítugu án þess að valda öðrum þjáningum? Jón Baldvin Hannibalsson olli stúlku þjáningum. Hann skrifaði henni dónabréf, barnungri, og eyðilagði þar með líf hennar. Áfallaþol fólks er […]

Laugardagur 02.02 2013 - 16:53

Kynjakerfi kvenhyggjunnar (Skyggnulýsing 3c)

  Kvenhyggjusinnar telja sig vera að uppræta kynjakerfið. Í raun og veru eru þeir aðeins að útfæra það á aðeins annan hátt, sem heldur konum í hlutverki súkkulaðikleinunnar. Þessi færsla tilheyrir pistlaröð sem heitir „Skyggnulýsingar“. Tenglar á fyrri færslur eru fyrir neðan textann. Til upprifjunar: Á þriðju glærunni eru settir upp tveir dálkar sem eiga […]

Föstudagur 01.02 2013 - 16:35

Er kynjakerfið til? (Skyggnulýsing 3b)

Fyrri pistlar í þessari röð, sá nýjasti efst: Skyggnulýsing 3a Skyggnulýsing 2 Skyggnulýsing 1 Fánaberar fávísinnar Vill einhver leka í mig leyniskjölum úr kynjafræðinni? Tilefni þessarar pistlaraðar eru skyggnur með fyrirlestri sem tilheyrir grunnnámskeiði í kynjafræði. Þar er ég réttilega kynnt sem „kyndilberi andfeminisma“ en andfeminismi er, ólíkt kvenhyggjunni, jafnréttisstefna. Glærurnar vekja þó grunsemdir um […]

Mánudagur 17.12 2012 - 15:59

Skyggnulýsing 3a

Undanfarið hef ég skyggnst inn í kynjaveröld Háskóla Íslands þar sem kvenhyggjusöfnuður starfrækir biblíuskóla á kostnað ríkisins. Tildrög þessara skrifa er nýnemakennsla þar sem gagnrýni mín á trúarbrögðin er til umfjöllunar. Hér má sjá fyrri pistla mína þessu tengda: Skyggnulýsing 2 Skyggnulýsing 1 Fánaberar fávísinnar Vill einhver leka í mig leyniskjölum úr kynjafræðinni? Ég hef […]

Laugardagur 15.12 2012 - 15:44

Skyggnulýsing 2

Ég taldi víst að fáir hefðu áhuga á úttekt minni á kennsluefni kynjafræðinnar um svokallaðan „and-feminisma“ en það er öðru nær. Þessi pistill er búinn að fá þúsundir flettinga. Mér hefði þótt skemmtilegt að krefjast lykilorðs fyrir allar skyggnulýsingarnar en þar sem áhuginn er meiri en ég átti von á, ákvað ég að birta þá […]

Fimmtudagur 13.12 2012 - 12:50

Skyggnulýsing 1

Nýverið frétti ég að skrif mín væru til umfjöllunar við kynjafræðina í HÍ. Ég varð að vonum afskaplega ánægð með að heyra að kennslan byði upp á fleiri sjónarhorn á dólgafeminisma en eitt allsherjar Halleljújah en þar sem ég hef ekki séð annað en fúsk frá svokölluðum kynjafræðingum, langaði mig að fá að skoða glærur […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics