Virðing Alþingis er ekki undir því komin hversu gæfulegar samþykktir þess eru, heldur skiptir meginmáli að þingmenn gæti þess að klæðast ekki lopapeysu eða gallabuxum og muni eftir ávarpsorðunum „háttvirtur þingmaður“ og „hæstvirtur ráðherra“ þegar þeir hreyta fúkyrðum í samstarfsfólk sitt. Það er svosem ekki fallegt að segja félögum sínum að halda sér saman þótt […]
Valgarður Guðjónsson hefur nú svarað pistlum mínum sem spruttu af umræðu um tjáningarfrelsi í tengslum við mál Snorra í Betel. Takk fyrir svarið Valgarður. Mér þykir fengur að því að einhver skuli hafa fyrir því að svara spurningum mínum en flestir sem hafa tekið þátt í þessari umræðu hingað til hafa skotið sér undan því. […]
Í gær birti ég pistil þar sem ég kallaði eftir umræðu um það hvar þeir sem telja réttmætt að hefta tjáningarfrelsi kennara sem aðhyllast bókstafstrú vilja draga mörkin. Ég sé ekki að það skili neinu að ræða dæmi sem þeir sem aðhyllast pólitískan rétttrúnað eru almennt sammála um, svo sem að kennari megi ekki vera […]
Kennari sem segir (ekki í skólanum heldur annarsstaðar) að samkynhneigðir fari til Helvítis, getur sært nemendur sína og er því vanhæfur. Þessvegna er í lagi að brjóta gegn stjórnarskrárvörðu málfrelsi kennara sem hafa ranga skoðun á samkynhneigð. Gott og vel. Gefum okkur að það sé rétt. En ef við ætlum að vera sjálfum okkur samkvæm […]
Hvar í veröldinni, annarsstaðar en á Íslandi, myndi bæjarstjórn lýsa því yfir opinberlega að hún hafi gert rétt með því að brjóta lög? Nánar tiltekið að það sé réttmætt að brjóta gegn mannréttindum starfsmanns fyrir að lýsa afstöðu Evangelista til samkynhneigðar í bloggfærslu. Enda þótt skoðanir Snorra séu fornaldarlegar hafa yfirvöld engan rétt til þess að […]
Nei elskurnar, það á ekki að refsa fólki fyrir að vera fífl. Í fyrsta lagi eru rökin fyrir ritskoðun og annarri skerðingu tjáningarfrelsis alltaf þau að uppræta þurfi hættuleg viðhorf eða koma í veg fyrir að þau nái fótfestu. Í okkar samfélagi vilja góðir menn þagga niður í þeim sem hatast við samkynhneigð. Í mörgum […]
Lýðræði, eins og það er ástundað í okkar samfélagi, merkir að fjöldinn felur stjórnmálaflokkum að setja lög. Lögin eru svo mótuð eftir hagsmunum flokkseigenda sem einnig hafa umtalsverð áhrif á það hverjir veljast í valdastöður. Mikið lifa þeir í litlum og þröngum heimi sem álíta að hver sá sem ekki er hrifinn af þessu fyrirkomulagi […]
Rétt eins og hýenan rennur á blóðslóð, ráðast vinstri sósíalistar af hörku gegn öllum þeim sem andmæla hinni „réttu skoðun“. Þannig kemst Brynjar Níelsson að orði í grein sinni „Nýjar vígstöðvar sósíalismans“ þegar hann lýsir viðbrögðum umhverfissinna við þeirri skoðun forsætisráðherra að fjöldi umsagna frá náttúruverndarfólki ætti ekki að hafa áhrif á ákvarðanir um stórkostleg náttúruspjöll. […]
Þegar ég var lítil fyrirvarð ég mig fyrir klámmynd sem hékk uppi á vegg heima hjá mér. Þetta var blýantsteikning af nöktu pari í faðmlögum. Mér fannst nógu dónalegt að hafa berrassað fólk uppi á vegg en þegar drengur sem kom í heimsókn fullyrti að þau væru „að ríða“ var mér allri lokið. Móðir mín […]
Steinunn Gunnlaugsdóttir er pólitískur lista(kven)maður sem ég vildi gjarnan að væri meira áberandi. Hún á heiðurinn af píkumyndbandinu sem ég tengi á hér að neðan. Þar sem margar viðkvæmar sálir lesa Eyjubloggið mitt er hætta á að einhverjum misbjóði og fyrst var ég að hugsa um að birta þetta frekar á persónulegu síðunni minni. Við nánari […]