Nú jæja, ég sé ekki betur en að Paul Krugman sé orðinn Framsóknarmaður samkvæmt þessum skrifum Stefáns Ólafssonar hér. Eflaust er Stefán hér að vísa til skrifa Krugman til dæmis hér og hér. Þarna er meðal annars bent á að afskriftir skuldugra heimila geti haft jákvæð áhrif á eftirspurn í Bandaríkjunum. Málið er mér að einhverju leiti skylt, […]
Fyrir fólk á mínum aldri sem horfir á íslenskt stjórnmálaástand að utan frá má að mörgu leyti segja að íslenskt stjórnmálalíf sé komið í gamalkunnugt ástand. Þegar ég var að alast upp var ástandið yfirleitt þannig að á mið-hægri væng íslenskra stjórnamála var allt með tiltölulega kyrrum kjörum, á meðan vinstri vængur stjórnmálanna var algerlega […]
Þegar horft verður til baka eftir nokkra áratugi er ekki ólíklegt að skipta megi uppgjöri hins íslenska bankahruns í tvo þætti. Í fyrsta þættinum voru sett neyðarlögin með víðtækri samstöðu á Alþingi, sem að öðru jöfnu virðist ekki sammála um neitt. Þar var fékröfum í hina gjaldþrota banka umturnað svo að innlánseigendur áttu forgang en […]
Mér datt í hug að prófa að búa til svona blogg. Hér er fyrsta færslan. Erfitt er að spá hvort eitthvað verði úr þessu, en við sjáum til.