Fimmtudagur 11.02.2010 - 09:45 - FB ummæli ()

Persónukjörið í Kópavogi er núna – í febrúar

Ein helsta krafa almennings um lýðræðisumbætur undanfarið ár var persónukjör í stað flokksræðis.  Framsóknarflokkurinn studdi kröfu um persónukjör – rétt eins og hann átti beinlínis frumkvæði að stjórnlagaþingi – sem íhaldið þæfði tillögur um sl. vor. Ríkisstjórn vinstriflokkanna heyktist svo á því að hrinda í framkvæmd eigin tillögum um persónukjör. Réði þar miklu andstaða þeirra sveitarstjórnarfulltrúa sem fyrir liggja á fleti.

 

Áskorun um breytingar í Kópavogi

Í þessum mánuði gefst íbúum Kópavogs engu að síður tækifæri til þess að hafa áhrif innan þeirra flokka sem nú eiga fulltrúa í bæjarstjórn. Þrír þeirra halda prófkjör eða forval nú í febrúar og sá fjórði hefur nýlokið forvali á lista sinn til bæjarstjórnar.

Ég tel að ein leið til þess að breyta vinnubrögðum í bæjarmálum sé að efla forystu Framsóknarflokksins í Kópavogi. Af þeim sökum býð ég fram krafta mína til þess að svo megi verða og sækist eftir 1. sæti á lista flokksins í prófkjöri 27. febrúar nk. fyrir bæjarstjórnarkosningar í vor. Slíkar breytingar verða ekki sjálfkrafa – með því að tala um málin í heita pottinum eða á kaffistofunni. Enn síður breytist röðun á lista fyrir bæjarstjórnarkosningar í vor með því að treysta á val annarra.

  

Þarftu að endurnýja?

Ef þú vilt taka þátt í að breyta Kópavogi getur þú haft áhrif og skráð þig í Framsóknarflokkinn fyrir 19. febrúar nk., sbr. auglýsingu á bls. 5 í Kópavogspóstinum – og komið skráningunni til mín í kosningamiðstöð að Smiðjuvegi 6 (rauð gata) eða hringt í síma 517 07 04 eða GSM 897 33 14.

 Ef þú vilt aukið traust í stjórn bæjarmála, frekari samvinnu við önnur sveitarfélög og meiri heilindi gagnvart íbúum skora ég á þig að leggja framsókn minni lið í prófkjöri 27. febrúar nk.

Meðal þess sem ég legg áherslu á er að

  • samþætta heimili og tómstundir,
  • gæta hags eldri borgara, t.d. með sérstökum umboðsmanni aldraðra, og
  • skipuleggja byggð, atvinnu og umferð með hliðsjón af almannahagsmunum.

Ég mun fjalla nánar um þessi og önnur áherslumál mín hér á Eyjunni á næstunni. Verið velkomin í kosningamiðstöðina að Smiðjuvegi 6 (rauðri götu) til þess að ræða hvernig við viljum hafa Kópavog framtíðarinnar.

 

Þú getur skráð þig í flokkinn hér: 

http://www.framsokn.is/Forsida/Taka_thatt 

Vinsamlegast sendið þá afrit af svarpóstinum á gislit@ru.is

Flokkar: Stjórnmál og samfélag
Efnisorð: , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur