Í tilefni dagsins vil ég árétta þá fráviksreglu sam talin
er gilda í lagaframkvæmd varðandi handhöfn ákæruvalds að þegar embættismenn, t.d. lögreglumenn, eigi í hlut eigi að ákæra ef möguleiki sé á sakfellingu meðan meginreglan er að ekki skuli ákæra (borgara) ef ekki eru meiri líkur en minni á sakfellingu. Þetta sjónarmið ríkir til þess að fyrirbyggja vantraust þess efnis að valdhafar og fulltrúar þeirra njóti sérmeðferðar og að betra sé að dómstólar sýkni en að handhafar ákæruvalds felli niður mál á fyrri stigum. Ég tel ótvírætt að sama sjónarmið eigi við hér – enda þótt vitaskuld reyni ekki oft á það í 106 ára sögu ráðherraræðis Íslendinga.
Þetta er úr pistli mínum frá 2. maí sl. sem hér má lesa í heild.
Sniðganga er vanræksla og meðábyrgð er ein tegund ábyrgðar
Þar rökstuddi ég hví Landsdómur ætti að koma saman enda ætti Alþingi að ákæra 4 fyrrverandi ráðherra, þ.m.t. fyrrverandi utanríkisráðherra; niðurlagið er svohljóðandi:
Er útilokað að sannleikurinn felist öðrum þræði í þeirri skuggastjórnun og sniðgöngu sem þáverandi utanríkisráðherra var aðalleikari í? Nei; Landsdómur verður að skera úr – enda er meðábyrgð ekki undanskilin í ábyrgð.
Fyrr náum við ekki endurreisn en við tökumst á við allar meinsemdir og ákærumalla sem við á. Þar geta þeir, sem hér og víðar eru bornir sökum, einnig varið hendur sínar með réttum hætti – eins og þáverandi viðskiptaráðherra benti þegar á 12. apríl sl.