Hér má hlusta á ræðu mína um að stjórnarskráin áskilji nú þegar lögbundinn framfærslugrunn til handa fátækum, atvinnulausum o.fl. á borgarafundi Bótar í Salnum í Kópavogi að ósk skipuleggjenda fyrir réttum tveimur vikum.
Það – hvað þegar er í stjórnarskránni varðandi svonefnd félagsleg réttindi – gæti verið innlegg í umræðu um hverju þarf að breyta eins og nú er vitaskuld mikið rætt í kjölfar þjóðfundar um stjórnarskrá og í aðdraganda stjórnlagaþings.