Mánudagur 18.04.2011 - 21:47 - Lokað fyrir ummæli

Endurskoðun stjórnarskrárinnar stendur yfir

Á morgun er mikilvægur fundur í stjórnlagaráði þar sem ákveðið verður hvernig verkefni við endurskoðun stjórnarskrárinnar skiptast á milli nefnda þannig að formleg og skipulögð málefnavinna geti hafist eftir 3ja daga óformlegar umræður í starfshópum. Þá verða kosnir nefndarformenn og fulltrúum verður skipt á milli nefnda. Loks verða lögð fram erindi til stjórnlagaráðs en eins og ég fjallaði um í gær getur almenningur með margvíslegum hætti fylgst með og haft áhrif á störf okkar við endurskoðun stjórnarskrárinnar – m.a. með því að mæta á fundi stjórnlagaráðs eða fylgjast með þeim á netinu, senda erindi eða óska eftir fundi með ráðsfulltrúum. Hvet ég alla áhugasama til þess að nýta sér þau tækifæri – gjarnan eftir að hafa kynnt sér skýrslu stjórnlaganefndar.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: ,

«
»

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur