Föstudagur 29.04.2011 - 23:33 - Lokað fyrir ummæli

Stjórnarskrárbreytingar ekki einkamál

Í kvöld þáði ég ásamt fleiri fulltrúum í stjórnlagaráði heimboð Samtaka hernaðarandstæðinga þar sem færi gafst á að ræða í góðu tómi yfir afbragðsmálsverði málefni sem samtökunum finnast skipta máli í sambandi við stjórnlagaumbætur. Um þau mál ritaði ég raunar sérstakan pistil í aðdraganda þjóðkjörs til stjórnlagaþings.

Samráð mikilvægt – bæði við hugsjónasamtök og hagsmunaaðila

Þetta var fyrsti fundurinn af þessu tagi – en vonandi ekki sá síðasti; ég hef sérstaklega gert að umtalsefni – bæði innan stjórnlagaráðs og utan – að þegar stjórnarskrá er breytt er enn ríkari ástæða en endranær að gæta jafnræðis og veita öllum hugsjónasamtökum færi á að hafa áhrif á umbótastarfið og sömuleiðis þarf að mínu mati að gæta andmælaréttar hagsmunaaðila.

Hvet ég því alla sem áhuga hafa og hagsmuni að hafa samband við stjórnlagaráð eða fulltrúa þar til að ræða málin.

Fyrir opnum tjöldum

Raunar brá mér að heyra að færri vita en ég hugði að starfið fer að mestu fram fyrir opnum tjöldum. Vil ég því árétta að á vefnum www.stjornlagarad.is er unnt að fylgjast með útsendingum frá fundum og horfa á upptökur – auk fleiri möguleika til áhrifa. Í gær var t.d. á ráðsfundi fjallað um gildi sem setja mætti inn í upphafsgrein stjórnarskrárinnar og var vel viðeigandi að minna á fundi með hernaðarandstæðingum í kvöld að eitt þeirra er:

friður

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , , ,

«
»

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur