Í stjórnlagaráði liggur fyrir óformleg tillaga um að afnema heimild í stjórnarskrá til þess að setja bráðabirgðalög.
Áður en ég lýsi skoðun minni – og rökstyð hana – þætti mér vænt um að lesa (eða heyra í GSM 897 33 14) skoðanir lesenda á því hvort slík heimild eigi að vera fyrir hendi áfram í stjórnarskrá.
Í rökstuðningi mínum mun ég m.a. líta til þeirra bráðabirgðalaga sem sett hafa verið síðan stjórnarskránni var breytt 1991 í þessu sambandi.