Í 17. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er merkilegt nýmæli miðað við gildandi stjórnarskrá, sem er að stofni til frá 1874:
Tryggja skal með lögum frelsi vísinda, fræða og lista.
Með þessu er sú skylda lögð á Alþingi að tryggja að kostun – t.d. af hálfu einkaaðila með ríka hagsmuni af þjóðfélagsmálum – á rannsóknar- og kennslustöðum við háskóla, stuðningur við rannsóknir og styrkir til listamanna skerði ekki frelsi þeirra. Fagna ég þessu enda sjáum við – bæði fyrir og eftir hrun – gróf dæmi um að brýn þörf er á þessu.
Efist einhver má ræða það í athugasemdum.