Miðvikudagur 17.08.2011 - 16:00 - FB ummæli ()

Frelsi menningar og mennta (17. gr.)

Í 17. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er merkilegt nýmæli miðað við gildandi stjórnarskrá, sem er að stofni til frá 1874:

Tryggja skal með lögum frelsi vísinda, fræða og lista.

Með þessu er sú skylda lögð á Alþingitryggja að kostun – t.d. af hálfu einkaaðila með ríka hagsmuni af þjóðfélagsmálum – á rannsóknar- og kennslustöðum við háskóla, stuðningur við rannsóknir og styrkir til listamanna skerði ekki frelsi þeirra. Fagna ég þessu enda sjáum við – bæði fyrir og eftir hrun – gróf dæmi um að brýn þörf er á þessu.

Efist einhver má ræða það í athugasemdum.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur