Föstudagur 26.08.2011 - 22:25 - FB ummæli ()

Dvalarréttur og ferðafrelsi (26. gr.)

Um 26. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs hef ég ekki margt að segja en hún hljóðar svo:

Allir skulu ráða búsetu sinni og vera frjálsir ferða sinna með þeim takmörkunum sem eru settar með lögum.

Engum verður meinað að hverfa úr landi nema með ákvörðun dómstóla. Stöðva má þó brottför manns úr landi með lögmætri handtöku.

Með lögum skal kveða á um rétt flóttamanna og hælisleitenda til réttlátrar og skjótrar málsmeðferðar.

Í gildandi stjórnarskrá eru nær samhljóða ákvæði um það sem fram kemur í fyrstu tveimur málsgreinunum; engin efnisbreyting er því á stjórnarskrá með þeim. Þá eru fyrri málsgreinar sömu stjórnarskrárgreinar um ríkisborgararétt fluttar í I. kafla, 4. gr. – sem ég hef þegar skrifað um.

Ákvæði 3. mgr. felur hins vegar í sér nýmæli í stjórnarskrá – þ.e.a.s. að lögum (de jure). Í raun (de facto) er hins vegar ekki um efnisbreytingu að ræða þar sem réttur flóttamanna og hælisleitenda „til réttlátrar og skjótrar málsmeðferðar“ er þegar tryggður í lögum en viðbót þessi þótti eðlileg ábending í stjórnarskrá um rétt þeirra samkvæmt alþjóðareglum.

Hér má lesa ítarlegri skýringar skrifstofu stjórnlagaráðs með stjórnarskrárfrumvarpi stjórnlagaráðs (sjá um þetta ákvæði á bls. 73-74).

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur