Sunnudagur 04.09.2011 - 16:00 - FB ummæli ()

Upplýsingar um umhverfi og málsaðild (35. gr.)

Í 35. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir:

Stjórnvöldum ber að upplýsa almenning um ástand umhverfis og náttúru og áhrif framkvæmda þar á. Stjórnvöld og aðrir skulu upplýsa um aðsteðjandi náttúruvá, svo sem umhverfismengun.

Með lögum skal tryggja almenningi aðgang að undirbúningi ákvarðana sem hafa áhrif á umhverfi og náttúru, svo og heimild til að leita til hlutlausra úrskurðaraðila.

Við töku ákvarðana um náttúru Íslands og umhverfi skulu stjórnvöld byggja á meginreglum umhverfisréttar.

Í gildandi stjórnarskrá er ekkert um þetta að finna en í stjórnlagaráði vaknaði helst sú spurning hvort sérstaklega ætti að kveða á um rétt til upplýsinga – og skyldur stjórnvalda að því leyti – að því er varðar umhverfismál. Sú varð niðurstaðan – m.a. með vísan til alþjóðasáttmála um efnið og stöðu náttúru Íslands.

Eitt mikilvægasta atriðið í þessu ákvæði miðað við skýringar með því er að nú getur hver sem er leitað réttar síns – og umhverfisins – fyrir óháðum dómstólum vegna umhverfishagsmuna.

Hér má lesa ítarlegri skýringar skrifstofu stjórnlagaráðs með stjórnarskrárfrumvarpi stjórnlagaráðs(sjá um þetta ákvæði á bls. 87-90).

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur