Laugardagur 15.10.2011 - 23:59 - FB ummæli ()

Embættisheiti og þjóðkjör (forseta) (76. gr.)

Í 76. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir:

Forseti Íslands er þjóðhöfðingi lýðveldisins. Hann er þjóðkjörinn.

Engin efnisbreyting

Í gildandi stjórnarskrá segir aðeins um þetta að forseti Íslands skuli vera þjóðkjörinn. Viðbótin hér er að taka berum orðum fram – það sem undirskilið er og sjálfgefið í dag– að forsetinn sé „þjóðhöfðingi lýðveldisins.“ Í þessu felst því engin efnisbreyting.

Þá er ekki hægt að fallast á það með Björgu Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands, eins og hér er fjallað um, að í því felist breyting á valdsviði forseta Íslands að stjórnlagaráð hafi meðvitað látið hjá líða að nefna forseta sem handhafa framkvæmdarvalds eins og . Ástæðan er sú að sammæli er um það meðal lögfræðinga að stjórnarskrána beri að skýra svo að atbeini forseta við stjórnarathafnir sé einungis formsatriði; hlutaðeigandi ráðherra – en ekki forseti –

  • tekur ákvörðun um stjórnarathafnir,
  • ber ábyrgð á þeim auk þess sem
  • ráðherra undirritar stjórnarathafnir með forseta – sem veitir þeim gildi.

Vissulega er þetta formbreyting – en aðeins formbreyting; ef horft er til sögunnar undanfarin 70 ár, þar sem engin dæmi eru um að forseti (og áður ríkistjóri) hafi synjað um atbeina sinn til stjórnarathafna, má í besta falli gefa þessari breytingu -1 stig á skalanum -5 til +5 ef þess er freistað að setja tölugildi á breytingar á völdum (frekar en hlutverki) forseta Íslands með stjórnarskrárfrumvarpinu miðað við rétta skýringu á gildandi stjórnarskrá.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur