Jafnaðarmenn – í nokkrum flokkum – hafa deilt á réttlætiskröfur Dögunar o.fl. með því að kalla þær „bólur“ og „loforðaflaum.“ Þá hafa þeir hafnað því að bæta tjón fólks, sem varð fyrir forsendubresti, ef þess „þarf“ ekki.
Þarftu bætur?
Viðhorfið er eins og ef Viðlagatrygging Íslands myndi aðeins bæta tjón á húsum þeirra, sem skemmst hefðu í jarðskjálfta, ef þeir þyrftu þess. Þeir sem ættu aðrar eignir eða „nægar“ tekjur að mati „jafnaðarmanna“ (eða hefðu a.m.k. keypt sér ranga hluti, á röngum tíma eða á rangan hátt að mati norrænu velferðarstjórnarinnar) fengju engar bætur fyrir tjón af völdum jarðskjálfta. Þá myndu jafnaðarmenn væntanlega ræða mikið um hvaða (ó)réttlæti fælist í því að þeir, sem hefðu verið svo skynsamir að þeir hefðu ekki orðið fyrir neinu tjóni af völdum jarðskjálftans, fengju engar bætur.
Við í Dögun (xT) viljum af réttlætissjónarástæðum bæta tjón þeirra sem urðu fyrir forsendubresti – óháð því hvort þeir „þurfa“ þess eður ei, að mati „jafnaðarmana.“ Sjálfur tel ég koma til greina að koma frekar til móts við þá sem lentu í tvöföldum forsendubresti þar sem íbúðarhúsnæði lækkaði í verði sem keypt var á hátindi húsnæðisbólu bankanna á sama tíma og nafnverð húsnæðisskulda hefur stórhækkað.
Ekki láta gos í kjölfar jarðskjálfta slá ryki í augu ykkar; látið atkvæði ykkar í T.