Í 3. gr. stjórnarskrárfrumvarpsins segir: Íslenskt landsvæði er eitt og óskipt. Mörk íslenskrar landhelgi, lofthelgi og efnahagslögsögu skulu ákveðin með lögum. Um þetta er lítið fjallað í gildandi stjórnarskrá þó að vikið sé að landi og landhelgi þar í öðru sambandi. Fyrri málsliðurinn á m.a. að árétta einingu ríkisins þannig að tiltekinn hluti landsins verði […]
Í valdþáttanefnd stjórnlagaráðs, nefnd B, brjótum við þessa dagana heilann um hvernig unnt er að færa stefnumótandi frumkvæði til Alþingis og fastanefnda þess en tryggja um leið að frumvörp og önnur þingmál séu samin af þeirri sérfræðiþekkingu sem nauðsynleg er. Um þetta höfum við rætt og hugsað – bæði í nefndinni og í stjórnlagaráði – […]
Fullveldi er stjórnskipulegt, lögfræðilegt hugtak. Sjálfstæði er pólitískt fyrirbæri. Ég veit að þetta er ekki vinsæl skoðun nú þegar Icesave-deilan stendur enn yfir – en ég hef lengi haft þessa skoðun: Afsölum okkur aðeins meira fullveldi – í því skyni að fá mun meira sjálfstæði. Við höfum verið auka-aðilar að Evrópusambandinu (ESB) í 15 ár; […]