Í 38. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þess né frelsi. Í 36. gr. gildandi stjórnarskrár er nákvæmlega sama ákvæði að finna. Vildi breyta „friði“ í „öryggi“ Sjálfur var ég eindregið þeirrar skoðunar að orðið „öryggi“ ætti að koma í stað hugtaksins friðar – sem mér þótti settur ríkissaksóknari í frægu 9-menninga-máli […]
Ákvæði nýja stjórnarskrárfrumvarpsins um friðhelgi einkalífs markar ekki nýmæli – eins og sumir gagnrýnendur, sem virðast ekki hafa kynnt sér ákvæði gildandi stjórnarskrár, gætu haldið – en auðvitað er hægt að hafa þá skoðun að gildandi ákvæðum eigi að breyta – sem við í stjórnlagaráði gerum sem sagt ekki tillögu um. Óbreytt er, efnislega, að friðhelgi […]