Á morgun, fimmtudag, er mikilvægur fundur í stjórnlagaráði – kl. 13 að vanda; eins og aðrir ráðsfundir er hann opinn og sendur út beint og upptakan aðgengileg á vefnum. Þar verða afgreiddar í áfangaskjal fyrstu tillögur nefndar sem fjallar m.a um dómstólaskipan – en á því hef ég mikinn áhuga eins og hér má hlýða á […]
Í dag hélt ég eiginlega jómfrúarræðu mína í stjórnlagaráði. Róttækar umbótahugmyndir Ég hef að vísu áður tekið til máls úr sæti mínu um formsatriði og skipulag starfsins en í dag fékk ég ásamt tveimur öðrum Akureyringum tækifæri til þess að halda stefnuræðu í stjórnlagaráði. Fyrir þá sem fylgst hafa með skrifum mínum var þar fátt […]