Í 30. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er kveðið á um tvær – væntanlega óumdeildar – meginreglur réttarríkja til viðbótar, þ.e. um að refsing verði ekki ákveðin nema með lögum (l. nulla poena sine lege) og að afturvirkar ákvarðanir um refsinæmi séu óheimilar: Ávæðið hljóðar svo: Engum verður gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um […]
Í valdþáttanefnd stjórnlagaráðs, nefnd B, höfum við undanfarið unnið að tillögum að því hvernig efla má Alþingi sem handhafa löggjafarvalds og sem eftirlitsaðila gagnvart ráðherrum sem aðalhandhöfum framkvæmdarvalds. Hið fyrra verður á ráðsfundi á morgun lagt fram til afgreiðslu í áfangaskjal og hið síðara til kynningar. Sannleiksskyldu skortir í stjórnarskrá Varðandi eftirlitsvaldið höfum við rætt […]