Föstudagur 12.08.2016 - 12:09 - FB ummæli ()

Stefni á 3-4 sæti í prófkjöri Samfylkingar í Reykjavík!

Ég hef tilkynnt kjörstjórn Samfylkingar um þáttttöku mína í stuðningsmannavali Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna komandi alþingiskosninga haustið 2016.
Ég sækist eftir 3. – 4.  sæti í valinu.

Að mínu mati stendur Samfylkingin á tímamótum. Hún þarf nauðsynlega á því að halda að laða til liðs við sig nýja krafta, fólk sem tilbúið er til að berjast fyrir stefnumálum, áherslum og gildum norrænna jafnaðarmanna. Ástæða þess að ég vil taka þátt í vegferðinni framundan með Samfylkingunni er sú að ég hef einlægan metnað til að berjast fyrir réttlátara, sanngjarnara og betra Íslandi sem byggi á grunnstefi jafnaðarmanna um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Ég hef góða reynslu og menntun til að berjast fyrir stefnu Samfylkingarinnar og áratugareynslu af grasrótarstarfi með jafnaðarmönnum. Til þess að Samfylkingin nái góðum árangri í næstu kosningum til alþingis þarf flokkurinn að fá hæfilega endurnýjun í þingmannaliði sínu og nýtt fólk.

Þau mál sem mér eru einkar hugleikin og ég vil leggja sérstaka áherslu á eru:

  • Heilbrigðismál
  • Félags- og húsnæðismál
  • Ríkisfjármál, skilvirkni og árangursríkari opinber rekstur
  • Neytendamál
  • Menntun og nýsköpun

 

Ég hef fjölbreytta menntun og starfsreynslu. Ég hef BA próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og er bæði með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskólanum í Gautaborg og í heilbrigðisstjórnun frá Norræna Heilsuháskólanum í Gautaborg. Árið 2009 fékk ég viðurkenningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu sem hagfræðingur.

Á skólaárum mínum starfaði ég m.a. á varðskipum, við byggingavinnu, fangavörslu og öryggisvörslu á alþingi. Einnig starfaði ég um árabil við markaðsmál hjá RÚV. Eftir framhaldsnám í Svíþjóð starfaði ég um sjö ára skeið sem sérfræðingur hjá heilbrigðisráðuneytinu. Ég hef einnig starfað sem ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Háskólanum á Bifröst. Ég starfa nú sem sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun síðan nóvember 2015.
Þá hef ég auk þess  sinnt kennslu í framhaldsskólum og háskólum og haldið fjölda fyrirlestra um heilbrigðis-, öryggis- og varnarmál og um ferðamál.

Ég er kvæntur Ingibjörgu Lilju Ómarsdóttur, verkefnisstjóra hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og eigum við þrjú börn; Heklu, Hákon og Hinrik Dag.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Alexander Ólafsson
Ég er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskólanum í Gautaborg og meistaragráðu í heilbrigðisstjórnun frá Norræna heilsuháskólanum í Gautaborg. Ég hef mikinn á áhuga á ríkisrekstri, íslenskri stjórnsýslu, heilbrigðis- og efnahagsmálum, norrænni samvinnu, ESB, öryggis- og varnarmálum. Tölvupóstur: gunnaralexander1212@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur