Færslur fyrir desember, 2016

Laugardagur 17.12 2016 - 14:20

Kraftaverk jólanna

Jólin eru tími kraftaverks. Í hugum kristins fólks, að minnsta kosti. Barn fæddist sem ekki var getið með náttúrulegum hætti. Það kemur þó ekki á óvart að í dag setja margir fyrirvara við meyfæðinguna (og kraftaverk yfirhöfuð). Ýmsir hafa „vísindalega“ fyrirvara þegar spurningin um meint kraftaverk er annars vegar. Þeir halda því fram að reynsla […]

Miðvikudagur 07.12 2016 - 21:43

Trú – þekkingarskortur og óskhyggja

Þegar maður ræðir við ákveðinn og eindreginn guðleysingja um trú er ekki ólíklegt að heyra látið að því liggja að trú felist í litlu öðru en þekkingarskorti og óskhyggju. Það er hvorki óalgengt né nýtt viðhorf. Hvað skal segja við því? Það fyrsta sem ég hugsa yfirleitt og spyr um er einfaldlega þetta: „Og hvað […]

Þriðjudagur 06.12 2016 - 10:22

Hver skapaði Guð?

Það er ekki óalgengt að þessa spurningu beri á góma þegar rætt er um tilvist Guð. Og þá er það guðleysinginn eða efasemdarmaðurinn sem spyr. Samhengið er yfirleitt í þessum dúr: Ef allt á sér orsök, eins og þú segir, líka alheimurinn, hver eða hvað orsakaði þá Guð? Ef þú segir að Guð sé þessi […]

Fimmtudagur 01.12 2016 - 17:42

Listamaðurinn

Það er ekki óvanalegt að heyra guðleysingja eða efasemdarmann kvarta undan meintum skorti á sönnunum fyrir tilvist Guðs. Ef Guð skapaði alheiminn þá færi tilvist hans varla á milli mála, segir hann. Við ættum að geta greint hann á jafn áþreifanlegan hátt og hvað annað. En þegar við hugsum um þann Guð sem kristið fólk […]

Höfundur

Gunnar Jóhannesson
er guðfræðingur, prestur og áhugamaður um málefnalega og skynsamlega umræðu um trú í nútímasamfélagi.

Hér getur þú fylgst með mér á facebook
RSS straumur: RSS straumur