Æðri máttur eða persónulegur Guð? Hver eða hvað er Guð? Þegar stórt er spurt getur verið fátt um svör. Og hér er vafalaust um eina stærstu og mikilvægustu spurningu lífsins að ræða, því ef Guð er til þá vill maður vita hver eða hvað hann er. Kristinn trú býður upp á svar: Guð er lifandi, […]
Ein þekktasta – og að mínu mati frumlegasta – röksemdafærslan fyrir tilvist Guðs eru hin svokölluðu verufræðirök ítalska miðaldamunksins og heimspekingsins Anselms frá Aosta (1033–1109). Anselm var munkur, kennari og ábóti í klaustrinu Bec í Normandí, og síðar erkibiskup í Kantaraborg. Hann var samtímamaður fyrstu íslensku biskupana, Ísleifs, Gissurar og Jóns, og annarra nafntogaðra íslendinga […]
Eða svo sagði maður nokkur sem ég spjallaði við á dögunum. Samtalið snérist reyndar að litlu leyti um trúmál, meira um dægurmál. En viðmælandi minn, sem er guðleysingi, sá ástæðu til að benda mér á að ég væri í raun guðleysingi. Ég bara gerði mér ekki grein fyrir því. „Eini munurinn á okkur“, „sagði hann […]