Ágústínus kirkjufaðir (354-430) var heillandi heimspekingur og guðfræðingur og tvímælalaust einn mesti og áhrifaríkasti hugsuður sögunnar. Hann stóð á sínum tíma frammi fyrir djúpstæðum heimspekilegum og guðfræðilegum vanda: Hvað var Guð að gera áður en hann skapaði alheiminn? Af hverju skapaði Guð ekki alheiminn fyrr en hann gerði? Á undan deginum í dag var gærdagurinn. […]
Fyrir ekki löngu síðan fékk ég ákúrur fyrir að vera ákaflega þröngsýnn og dómharður maður. Ástæðan, að mati viðmælanda míns (sem var guðleysingi), var sú að ég lít svo á að kristin trú er sönn. Með því felldi ég ómaklegan og óréttlátan dóm yfir öllum og öllu sem ekki er kristið. Ekki tel ég mig […]