Nýleg stöðufærsla á facebook-síðu Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns og pírata, vakti athygli mína. Þar segir Helgi: „Kærleikur og umburðarlyndi eru gildi sem standa á eigin fótum. Það á ekki að þurfa yfirnáttúruleg fyrirbæri, loforð um himnaríki eða hótun um vítisvist til þess að fólk tileinki sér þau.“ Þetta er umhugsunarvert. Nú veit ég ekki að […]
Ef við leggjum tilvist Guðs og líf eftir dauðann til hliðar vegna efasemda eða vantrúar þá verður við að gera upp við okkur hvert gildi lífsins er. Ef dauðinn felur í sér endalokin, ef við eigum ekkert annað í vændum, þá hljótum við líka að spyrja okkur um eðli tilvistarinnar. Hvers vegna erum við hér? […]