Í athugasemd við grein sem ég skrifaði nýlega og fjallaði einkum um tilvist Guðs var mér bent á eina góða ástæðu fyrir því hvers vegna heiminum væri betur borgið án trúarbragða: Mannkynssagan! – sem sýnir að ekkert hefur stuðlað að meiri ófriði, drápum og hverskyns hörmungum en einmitt trúarbrögð. Já, saga trúarbragða, þar á meðal kristinnar […]
Trúmálaumræðan er fjölskrúðugur skógur og áhugaverður. Hér eru dæmi um staðhæfingar sem ekki er óalgengt að heyra – og örstuttar athugasemdir við þær! Þú trúir ekki á Þór, Seif og alla hina guðina. Ég geng bara einu skrefi lengra en þú og hafna hinum kristna Guði! Svokallaðir guðir á borð við Þór og Seif eru […]
Trú og tilvist Guðs er umræðuefni sem hreyfir við mörgum, ekki síður þeim sem trúa að Guð sé ekki til. Í nýlegri grein sem birtist á Stundinni, Topp fimm ástæður fyrir því að trúa á tilvist Guðs, fór ég nokkrum orðum um grein Snæbjörns Ragnarssonar, Topp 5 ástæður fyrir því að við verðum að kljúfa […]
Í nýlegri og áhugaverðri grein sem birtist hjá Stundinni þann 24. janúar sl. tíundaði Snæbjörn Ragnarsson hverjar eru að hans mati Topp 5 ástæður fyrir því að við verðum að kljúfa Þjóðkirkjuna frá ríkinu. Grein Snæbjörns er til marks um þá gagnrýni og oft á tíðum andúð sem þjóðkirkjan og kristin trú almennt mætir í […]