Gamalt og gott frá C.S. Lewis. „Kraftaverk,“ sagði vinur minn. „Æi, láttu ekki svona. Vísindin hafa útilokað allt slíkt. Við vitum að náttúrunni er stjórnað af ákvðnum og fastsettum lögmálum.“ „Hefur fólk ekki alltaf vitað það?“ sagði ég. „Hamingjan sanna, nei!“ sagði hann. „Taktu sögu eins og meyfæðinguna sem dæmi. Við vitum að slíkt gæti […]
Fyrir ekki löngu síðan fékk ég ákúrur fyrir að vera ákaflega þröngsýnn og dómharður maður. Ástæðan, að mati viðmælanda míns (sem var guðleysingi), var sú að ég lít svo á að kristin trú er sönn. Með því felldi ég ómaklegan og óréttlátan dóm yfir öllum og öllu sem ekki er kristið. Ekki tel ég mig […]
Sem kunnugt er var C.S. Lewis guðleysingi fram að þrítugu. Eftir að hafa vegið og metið kristna trú gaumgæfilega, ekki síst í ljósi skynemi og röklegrar hugunar, gerðist hann kristinn að nýju – og varð að lokum einn áhrifamesti boðandi hennar og talsmaður. Ein af þeim fyrirstöðum sem C.S. Lewis rak sig á í sambandi […]
Fyrir stuttu horfði ég á myndina The Theory of Everything. Myndin fjallar um eðlisfræðinginn Stephen Hawking og er einkar áhugaverð, enda er Hawking einn þekktasti vísindamaður heims og afar merkilegur maður á margan hátt. Myndin minnti mig á nokkuð sem Hawking lét frá sér fara í bók sinni The Grand Design, sem kom út fyrir […]
Í gær var dánardægur C.S. Lewis. Lewis fæddist þann 29. nóvember 1898 í Belfast og lést þann 22. nóvember 1963 í Oxford. Hann starfaði um 30 ára skeið sem prófessor í bókmenntafræði við Oxford háskóla. Lewis var afkastamikill rithöfundur, skrifaði m.a. sögurnar um Narníu, og er enn víðlesinn. Lewis er ekki síst þekktur fyrir skrif sín […]