Fyrir skemmstu skrifaði ég á fasbókarsíðu mína að það „að sérhver manneskja njóti ákveðinna réttinda sem ekki verður af henni tekin er staðhæfing sem engin veraldleg og guðlaus lífsskoðun getur risið undir þegar allt kemur til alls.“ Ég var spurður hvað þetta þýðir – og svaraði á þessa leið: Ég geri mér grein fyrir því […]
„Þú getur ekki verið ástfangin af stúlku nema í hinum lægsta dýrslega skilningi ef þú veist (og ert meðvitaður um) að öll hennar fegurð, bæði persónuleiki hennar og eðli, er ekkert annað en tímabundin og tilviljanakend afleiðing af árekstri atóma; og að hrifningin sem þú upplifir er í raun lítið annað en sálfræðileg viðbrögð sem […]
Hversu áreiðanleg er hugsun okkar? Er hún traustsins verð? Hvað með skynsemina? Er hún jafn skynsamleg og af er látið? Slíkar spurningar hljóma ef til vill kjánalega. Ýmsir af mínum ágætu guðlausu vinum – þó alls ekki allir – líta svo á að það að vera kristinnar trúar í dag er í besta falli aum […]
Þeirri spurningu má svara með ýmsum hætti – og veltur svarið vitaskuld á því hver er spurður. Guðleysingi svarar spurningunni á annan hátt en kristinn maður. Hvað kristna trú varðar leiðir einföld leit í Biblíunni í ljós afar fjölbreytta og heillandi lýsingu á því hver Guð er: Guð er andi! Guð er ljós! Guð er […]
Ágústínus kirkjufaðir (354-430) var heillandi heimspekingur og guðfræðingur og tvímælalaust einn mesti og áhrifaríkasti hugsuður sögunnar. Hann stóð á sínum tíma frammi fyrir djúpstæðum heimspekilegum og guðfræðilegum vanda: Hvað var Guð að gera áður en hann skapaði alheiminn? Af hverju skapaði Guð ekki alheiminn fyrr en hann gerði? Á undan deginum í dag var gærdagurinn. […]
Æðri máttur eða persónulegur Guð? Hver eða hvað er Guð? Þegar stórt er spurt getur verið fátt um svör. Og hér er vafalaust um eina stærstu og mikilvægustu spurningu lífsins að ræða, því ef Guð er til þá vill maður vita hver eða hvað hann er. Kristinn trú býður upp á svar: Guð er lifandi, […]
Ein þekktasta – og að mínu mati frumlegasta – röksemdafærslan fyrir tilvist Guðs eru hin svokölluðu verufræðirök ítalska miðaldamunksins og heimspekingsins Anselms frá Aosta (1033–1109). Anselm var munkur, kennari og ábóti í klaustrinu Bec í Normandí, og síðar erkibiskup í Kantaraborg. Hann var samtímamaður fyrstu íslensku biskupana, Ísleifs, Gissurar og Jóns, og annarra nafntogaðra íslendinga […]
Það er ekki óalgengt að þessa spurningu beri á góma þegar rætt er um tilvist Guð. Og þá er það guðleysinginn eða efasemdarmaðurinn sem spyr. Samhengið er yfirleitt í þessum dúr: Ef allt á sér orsök, eins og þú segir, líka alheimurinn, hver eða hvað orsakaði þá Guð? Ef þú segir að Guð sé þessi […]