Færslur fyrir flokkinn ‘Guðleysi’

Miðvikudagur 22.11 2017 - 10:22

Sartre, Leibniz og tilvist Guðs

Ef við leggjum tilvist Guðs og líf eftir dauðann til hliðar vegna efasemda eða vantrúar þá verður við að gera upp við okkur hvert gildi lífsins er. Ef dauðinn felur í sér endalokin, ef við eigum ekkert annað í vændum, þá hljótum við líka að spyrja okkur um eðli tilvistarinnar. Hvers vegna erum við hér? […]

Sunnudagur 14.05 2017 - 12:32

Mannréttindi og siðferði: Tvær spurningar og svör

Fyrir skemmstu skrifaði ég á fasbókarsíðu mína að það „að sérhver manneskja njóti ákveðinna réttinda sem ekki verður af henni tekin er staðhæfing sem engin veraldleg og guðlaus lífsskoðun getur risið undir þegar allt kemur til alls.“ Ég var spurður hvað þetta þýðir – og svaraði á þessa leið: Ég geri mér grein fyrir því […]

Föstudagur 12.05 2017 - 05:34

Mér segir svo hugur að …

„Þú getur ekki verið ástfangin af stúlku nema í hinum lægsta dýrslega skilningi ef þú veist (og ert meðvitaður um) að öll hennar fegurð, bæði persónuleiki hennar og eðli, er ekkert annað en tímabundin og tilviljanakend afleiðing af árekstri atóma; og að hrifningin sem þú upplifir er í raun lítið annað en sálfræðileg viðbrögð sem […]

Þriðjudagur 02.05 2017 - 08:42

Hversu skynsamleg er skynsemin?

Hversu áreiðanleg er hugsun okkar? Er hún traustsins verð? Hvað með skynsemina? Er hún jafn skynsamleg og af er látið? Slíkar spurningar hljóma ef til vill kjánalega. Ýmsir af mínum ágætu guðlausu vinum – þó alls ekki allir – líta svo á að það að vera kristinnar trúar í dag er í besta falli aum […]

Fimmtudagur 19.01 2017 - 17:17

Þú ert guðleysingi

Eða svo sagði maður nokkur sem ég spjallaði við á dögunum. Samtalið snérist reyndar að litlu leyti um trúmál, meira um dægurmál. En viðmælandi minn, sem er guðleysingi, sá ástæðu til að benda mér á að ég væri í raun guðleysingi. Ég bara gerði mér ekki grein fyrir því. „Eini munurinn á okkur“, „sagði hann […]

Miðvikudagur 07.12 2016 - 21:43

Trú – þekkingarskortur og óskhyggja

Þegar maður ræðir við ákveðinn og eindreginn guðleysingja um trú er ekki ólíklegt að heyra látið að því liggja að trú felist í litlu öðru en þekkingarskorti og óskhyggju. Það er hvorki óalgengt né nýtt viðhorf. Hvað skal segja við því? Það fyrsta sem ég hugsa yfirleitt og spyr um er einfaldlega þetta: „Og hvað […]

Miðvikudagur 30.11 2016 - 09:31

Náttúruhyggja

„Ég trúi á kristindóminn eins og ég trúi því að sólin hafi risið upp; ekki eingöngu vegna þess að ég sé hana heldur vegna þess að hennar vegna sé ég allt annað.“ Svo sagði trúvarnarmaðurinn C.S. Lewis. Kristin trú er í eðli sínu heimssýn. Hún dregur upp tiltekna mynd af veruleikanum, felur í sér ákveðið […]

Miðvikudagur 23.11 2016 - 15:36

Dánardægur C.S. Lewis og áreiðanleiki hugsunar

Í gær var dánardægur C.S. Lewis. Lewis fæddist þann 29. nóvember 1898 í Belfast og lést þann 22. nóvember 1963 í Oxford. Hann starfaði um 30 ára skeið sem prófessor í bókmenntafræði við Oxford háskóla. Lewis var afkastamikill rithöfundur, skrifaði m.a. sögurnar um Narníu, og er enn víðlesinn. Lewis er ekki síst þekktur fyrir skrif sín […]

Laugardagur 19.11 2016 - 07:46

Svör við tveimur athugasemdum

Guðmundur nokkur Guðmundsson, sem kennir sig við Háskóla Íslands, skrifaði tvær athugasemdir á visi.is við pistil minn „Tvær ólíkar myndir“ sem birtist í fréttablaðinu í gær. Þær eru þess eðlis að rétt er að bregðast við þeim. Fyrri athugasemd Guðmundar hljóðar svo: „Eins og allir prestar er sr. Gunnar óheiðarlegur þegar kemur að því að […]

Föstudagur 18.11 2016 - 19:08

Tvær ólíkar myndir

Richard Dawkins er einn af herskáustu og jafnframt áhrifamestu guðleysingjum samtímans. Tíu ár eru liðin síðan hann, ásamt nokkrum öðrum skoðanabræðrum, steig fram og ýtti hinu svokallaða ný-guðleysi úr vör. Að mati Dawkins er „hin vísindalega heimsmynd svo miklu meira spennandi, ljóðrænni og uppfull af undrum, en nokkuð af því sem hinir fátæklegu órar trúarinnar […]

Höfundur

Gunnar Jóhannesson
er guðfræðingur, prestur og áhugamaður um málefnalega og skynsamlega umræðu um trú í nútímasamfélagi.

Hér getur þú fylgst með mér á facebook
RSS straumur: RSS straumur