Færslur fyrir flokkinn ‘Guðstrú’

Fimmtudagur 12.04 2018 - 16:14

Skynsamleg trú: Nokkrar vangaveltur í ljósi athugasemda Svans Sigurbjörnssonar

Í nýlegum pistli sem birtist á Stundinni, „Skynsamleg trú“, fjallaði ég um tiltekna röksemdarfærslu fyrir tilvist Guðs, hin svokölluðu heimsfræðirök. Samkvæmt þeim er sú rökrétta niðurstaða dregin að alheimurinn eigi sér orsök á grundvelli þeirra forsenda að allt sem verði til eigi sér orsök, og að alheimurinn hafi orðið til (þ.e. eigi sér upphaf). Sú […]

Laugardagur 24.03 2018 - 17:46

Vangaveltur um trú og vísindi

Mér er af og til bent á það af mínum guðlausu vinum og kunningjum – bæði í gríni og alvöru – að dusta rykið af þekkingu minni á vísindum (eða verða mér út um einhverja!) í þeirri von að það venji mig af þessum eilífu vangaveltum og skrifum um Guð og Jesú og kristna trú. […]

Þriðjudagur 27.02 2018 - 17:37

Heimur án trúarbragða?!

Í athugasemd við grein sem ég skrifaði nýlega og fjallaði einkum um tilvist Guðs var mér bent á eina góða ástæðu fyrir því hvers vegna heiminum væri betur borgið án trúarbragða: Mannkynssagan! – sem sýnir að ekkert hefur stuðlað að meiri ófriði, drápum og hverskyns hörmungum en einmitt trúarbrögð. Já, saga trúarbragða, þar á meðal kristinnar […]

Sunnudagur 25.02 2018 - 16:44

Í stuttu máli sagt

Trúmálaumræðan er fjölskrúðugur skógur og áhugaverður. Hér eru dæmi um staðhæfingar sem ekki er óalgengt að heyra – og örstuttar athugasemdir við þær! Þú trúir ekki á Þór, Seif og alla hina guðina. Ég geng bara einu skrefi lengra en þú og hafna hinum kristna Guði! Svokallaðir guðir á borð við Þór og Seif eru […]

Þriðjudagur 20.02 2018 - 16:14

Topp fimm ástæður fyrir því að trúa á tilvist Guðs! Nokkrum athugasemdum svarað

Trú og tilvist Guðs er umræðuefni sem hreyfir við mörgum, ekki síður þeim sem trúa að Guð sé ekki til. Í nýlegri grein sem birtist á Stundinni, Topp fimm ástæður fyrir því að trúa á tilvist Guðs, fór ég nokkrum orðum um grein Snæbjörns Ragnarssonar, Topp 5 ástæður fyrir því að við verðum að kljúfa […]

Miðvikudagur 07.02 2018 - 01:04

Topp fimm ástæður fyrir því að trúa á tilvist Guðs! Svar til Snæbjörns Ragnarssonar og annarra guðleysingja

Í nýlegri og áhugaverðri grein sem birtist hjá Stundinni þann 24. janúar sl. tíundaði Snæbjörn Ragnarsson hverjar eru að hans mati Topp 5 ástæður fyrir því að við verðum að kljúfa Þjóðkirkjuna frá ríkinu. Grein Snæbjörns er til marks um þá gagnrýni og oft á tíðum andúð sem þjóðkirkjan og kristin trú almennt mætir í […]

Þriðjudagur 23.01 2018 - 07:56

Trúir þú á skapara?

Áhugavert var að rekast á fyrirsögn á vefsíðu Iceland Magazine þess efnis að „0,0% fólks undir 25 ára trúir því að Guð skapaði heiminn.“ Með öðrum orðum enginn! Fyrirsögnin er að vísu ekki alveg ný heldur er um að ræða tveggja ára gamla umfjöllun um könnun sem gerð var að beiðni Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á […]

Laugardagur 02.12 2017 - 16:25

Að efast um efa sinn

Ég þekki marga mæta guðleysingja sem gaman og gefandi er að skiptast á skoðunum við. Slík samtöl geta tekið á sig ýmsar og ólíkar myndir en eru samt undantekningarlaust auðgandi og kenna mér alltaf eitthvað nýtt – um sjálfan mig og aðra, og lífið og tilveruna. Það kemur vitanlega fyrir að slík samskipti og skoðanaskipti […]

Föstudagur 01.12 2017 - 16:12

Frekari vangaveltur um siðferði

Þingmaðurinn og píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson sendi mér afar áhugavert svar við vangaveltum mínum um siðferði í gegnum facebook-síðu mína. Einnig tóku þar nokkrir aðrir til máls og gerðu grein fyrir skoðunum sínum. Ég þakka Helga Hrafni fyrir vangaveltur sínar. Svar mitt til hans var á þessa leið: * * * Það er rétt skilið […]

Laugardagur 25.11 2017 - 22:37

Vangaveltur um siðferði

Nýleg stöðufærsla á facebook-síðu Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns og pírata, vakti athygli mína. Þar segir Helgi: „Kærleikur og umburðarlyndi eru gildi sem standa á eigin fótum. Það á ekki að þurfa yfirnáttúruleg fyrirbæri, loforð um himnaríki eða hótun um vítisvist til þess að fólk tileinki sér þau.“ Þetta er umhugsunarvert. Nú veit ég ekki að […]

Höfundur

Gunnar Jóhannesson
er guðfræðingur, prestur og áhugamaður um málefnalega og skynsamlega umræðu um trú í nútímasamfélagi.

Hér getur þú fylgst með mér á facebook
RSS straumur: RSS straumur