Ágústínus kirkjufaðir (354-430) var heillandi heimspekingur og guðfræðingur og tvímælalaust einn mesti og áhrifaríkasti hugsuður sögunnar. Hann stóð á sínum tíma frammi fyrir djúpstæðum heimspekilegum og guðfræðilegum vanda: Hvað var Guð að gera áður en hann skapaði alheiminn? Af hverju skapaði Guð ekki alheiminn fyrr en hann gerði? Á undan deginum í dag var gærdagurinn. […]