Færslur fyrir flokkinn ‘Trúarbrögð’

Þriðjudagur 27.02 2018 - 17:37

Heimur án trúarbragða?!

Í athugasemd við grein sem ég skrifaði nýlega og fjallaði einkum um tilvist Guðs var mér bent á eina góða ástæðu fyrir því hvers vegna heiminum væri betur borgið án trúarbragða: Mannkynssagan! – sem sýnir að ekkert hefur stuðlað að meiri ófriði, drápum og hverskyns hörmungum en einmitt trúarbrögð. Já, saga trúarbragða, þar á meðal kristinnar […]

Þriðjudagur 20.02 2018 - 16:14

Topp fimm ástæður fyrir því að trúa á tilvist Guðs! Nokkrum athugasemdum svarað

Trú og tilvist Guðs er umræðuefni sem hreyfir við mörgum, ekki síður þeim sem trúa að Guð sé ekki til. Í nýlegri grein sem birtist á Stundinni, Topp fimm ástæður fyrir því að trúa á tilvist Guðs, fór ég nokkrum orðum um grein Snæbjörns Ragnarssonar, Topp 5 ástæður fyrir því að við verðum að kljúfa […]

Mánudagur 18.12 2017 - 18:06

Heiðin jól og menningarlegt niðurrif kristinnar trúar

Ýmsir láta fyrirferðina í kristinni trú og kirkju á þessum tíma ársins fara fyrir brjóstið á sér. Í því samhengi er ekki óalgengt að vera minntur á það af gagnrýnendum og óvildarmönnum kristinnar trúar að jól séu heiðin hátíð sem eigi sér að öllu eða miklu leyti heiðnar rætur og hafi í núverandi mynd lítið […]

Sunnudagur 23.04 2017 - 20:48

Hver er Guð?

Þeirri spurningu má svara með ýmsum hætti – og veltur svarið vitaskuld á því hver er spurður. Guðleysingi svarar spurningunni á annan hátt en kristinn maður. Hvað kristna trú varðar leiðir einföld leit í Biblíunni í ljós afar fjölbreytta og heillandi lýsingu á því hver Guð er: Guð er andi! Guð er ljós! Guð er […]

Fimmtudagur 02.03 2017 - 09:58

Sannleikur, sannfæring og þröngsýni

Fyrir ekki löngu síðan fékk ég ákúrur fyrir að vera ákaflega þröngsýnn og dómharður maður. Ástæðan, að mati viðmælanda míns (sem var guðleysingi), var sú að ég lít svo á að kristin trú er sönn. Með því felldi ég ómaklegan og óréttlátan dóm yfir öllum og öllu sem ekki er kristið. Ekki tel ég mig […]

Höfundur

Gunnar Jóhannesson
er guðfræðingur, prestur og áhugamaður um málefnalega og skynsamlega umræðu um trú í nútímasamfélagi.

Hér getur þú fylgst með mér á facebook
RSS straumur: RSS straumur