Fimmtudagur 04.10.2018 - 08:18 - Lokað fyrir ummæli

10 ár í Undralandi

Það eru þeir sem skrifuðu lygasögur um hrunið, áhrifavalda á fórnarlömb bankanna, eigendur fasteigna og sjóða.

Menn sem voru í bakherbergjum að makka með auðvaldinu og forsetanum, létu undan þrýstingi Samfylkingarforkólfanna eða, öflum úr Sjálfstæðisflokknum gera ódæðisverk í hálfgerðri heimsku þeirra. Stjórnmálin eru svo blind á það sem í raun er að gerast í bankakerfinu, lífeyrissjóðunum. Virðist ekki kunna að tengja fyrirtæki og fólk saman í eignarhaldsfélög.

Það eru hinir svokölluðu PR fulltrúar þessara afla sem skrifuðu og útvörpuðu sögunni í eyru almennings sem trúði þeim. Hvar eru áhrifavaldarnir nú?
Stjórnmálamenn eru enn að borga þeim milljónatugi fyrir að vinna svona ódæðisvinnu. Hrunið fyrir 10 árum var feluleikur þessara manna sem villtu á sér sýn með lífsstíl og lognum efnahagsreikningum, földu eignarhaldi eins og þeir væru eðalbornir Saudi-Arabar.

Þeir eru enn að, en nú eru skattaskjólið Bretland. Geir Haarde var einfaldur að láta plata sig í að lána Kaupþingi en sá banki var og er enn í eigu manna sem nota aðferðafræði villimennsku í viðskiptum. Þeir eru ríkastir og hafa aldrei greitt lánið til baka, Bakkavör safnar milljörðum að nýju.

Samfylkingin átti stærsta þáttinn í myndun ríkisstjórnar Geirs og Þorgerðar K. Versta ríkisstjórn allra tíma. Sjálfstæðisflokkurinn var klofinn og var honum stjórnað af lögmannaher Samfylkingarinnar og PR mönnum forsetans/Kaupþings/Baugs.
Dómstólar og lögreglan höfðu ekki þær upplýsingar sem þurftu því blekkt var fyrir þeim öllum dögum eins og gert var við Geir.

Minnast 10 fjölmiðlamenn voru á ofur launum við að setja landið á hausinn með lygasögum um ágæti útrásarvíkinganna. Þeir eru enn á fullu. Til þess máttu fjölmiðlar tapa milljörðum, til þess að villa okkur lesendum sýn.

Flokkar: Blogg

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Jónína Ben


er þekkt fyrir skrif sín, ræður og rit. Hún er háskólamenntuð í heilbrigðisvísindum, íþróttafræðum en stundaði meistaranám í hagfræði í tvö ár en skrifaði ekki lokaritgerð. Jónína er bæði elskuð og umdeild í íslensku samfélagi. "Mest þó elskuð" segir hún. Hún kemur skoðunum sínum, hugsjónum og gagnrýni til almennings og hefur mikil áhrif á líf margra með festu og þekkingu. Jónína kynnir sér mál og dregur svo ályktanir. "Ég les hratt og skrifa hratt, er fljót að sjá hvað skiptir heildina máli en svo meiga allir lifa í sínu einkalífi eins og þeir velja, kemur mér ekki við. Ég get virt allt fólk en mest þá menn sem halda í hugsjónir, trú og stefnufestu sína. Fólk sem lætur ekki "falsfréttir " eða tilfinningtengdan áróður villa sér sýn.

 
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar