Fimmtudagur 07.03.2019 - 13:14 - Lokað fyrir ummæli

Ábyrgðin er ykkar stjórnvöld.

Það er mikill hvati til atvinnuþátttöku að hækka skattleysismörkin í 400.000 kr. Þá sæju Íslendingar hag sinn í því að vinna sjálfir í stað þess að kaupa ódýrt vinnuafl, flýja land á örorku eða smánarlegum ellilífeyri, allir þurfa húsnæði og mat. Er lógík í því að flytja inn erlent vinnuafl meðan eldra fólk og öryrkjar fá ekki að vinna því kerfið ætlast til þess að fólk fái ekkert í laun umfram ellilífeyri eða örorkubætur ? Bjánalegt kerfi því flestir geta gert eitthvað og haldið þannig mannlegri reisn.

Sem atvinnurekandi í Svíþjóð til 7 ára veit ég hvernig stjórnvöld hvetja fólk til atvinnuþátttöku í samvinnu við atvinnulífið. Magnað kerfi.

Örorka myndi minnka því margir fara á örorku því þeir sjá ekki úr augum út í þessari dýrtíð og skattpíningu á lágum launum-sér í lagi konur. Lyfjakostnaður eldriborgara lækkaði því þeir finna tilgang í vinnuframlaginu. Auðvitað virka peningar sem hvati fyrir þá sem sjá á eftir lífeyrarsjóðum sínum í gagnslaus verkefni einkageirans. Smánarlegt að ræna eldra fólk lögbundnum lífeyri sínum-aumt.

Auðvitað velja einhverjir að vera gagnslausir þjóðfélagsþegnar og vilja ekki vera virkir í samfélaginu. Eitthvað mölbrotið í þeim, því miður. Já eða leti og skortur á sjálfsvirðingu.

Sjálfsvirðingin vex í vinnunni, sama á hvaða aldri fólk er.

Skil ekki þessa mannfyrirlitningu stjórnvalda við láglaunafólk, botna ekkert í henni.

Stjórnvöld bera alla ábyrgð á þeim verkföllum sem í vændum eru og þeim tekst aldrei að fría sig þeirri ábyrgð að gera láglaunafólk svona reitt, misskiptingin er gríðarlega sama hvað einhverjar rannsóknir sýna. Keyptar niðurstöður eru augljósar þeim sem kunna að lesa í tölur og lesa í líðan fólks.

Tátólógía um aukinn kaupmátt gengur ekki í velgefið verkafólk en virðist vera mantra stjórnvalda. Vissulega hefur margt gott verið gert eins og lækkun skulda þjóðarbúsins og þarf að hæla ríkisstjórninni fyrir það, annað hefur vakið reiði eins og ofurlaun ríkisforstjóra og Kjararáð og bankaráð sem virðast vera ríki í ríkinu og þó.

Komið í það minnsta böndum á fákeppnina og vaxtaokur sem og öðru okri á nauðsynjum, það er líka á ábyrgð stjórnvalda.

Getur verið að sumir hafa verið of lengi á Alþingi og allar hugsjónir gleymdar ? Konur sem nú sitja í forsæti sýna af sér mjög sérstaka yfirmannslega hegðu. Sorglegt stelpur mínar.

Mér sýnist Steingrímur J hálf steinrunninn sem forseti Alþingis.

Karl ræfillinn, þvílík örlög.

Flokkar: Blogg

«

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Jónína Ben


er þekkt fyrir skrif sín, ræður og rit. Hún er háskólamenntuð í heilbrigðisvísindum, íþróttafræðum en stundaði meistaranám í hagfræði í tvö ár en skrifaði ekki lokaritgerð. Jónína er bæði elskuð og umdeild í íslensku samfélagi. "Mest þó elskuð" segir hún. Hún kemur skoðunum sínum, hugsjónum og gagnrýni til almennings og hefur mikil áhrif á líf margra með festu og þekkingu. Jónína kynnir sér mál og dregur svo ályktanir. "Ég les hratt og skrifa hratt, er fljót að sjá hvað skiptir heildina máli en svo meiga allir lifa í sínu einkalífi eins og þeir velja, kemur mér ekki við. Ég get virt allt fólk en mest þá menn sem halda í hugsjónir, trú og stefnufestu sína. Fólk sem lætur ekki "falsfréttir " eða tilfinningtengdan áróður villa sér sýn.

 
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar