Menn eru hvattir til þess að viðurkenna syndir sínar opinnberlega, hvattir til þess að taka á móti skömminni sem hrjáir þá sem orðið hafa fyrir kynferðisbrotum-sama hver upplifun brotaþola og brotamanna er á glæpnum.
Við erum öll hvött til þess að fyrirgefa í anda Jesú, halda áfram að lifa, iðrast okkar eigin synda en dvelja ekki í þeim, jafnvel viðurkenna þau opinnberlega og skila skömminni til þess sem á okkur braut.
Þorir fólk því nú ? Varla.
Síðan þegar fólk viðurkennir sök sína til þess að draga úr þjáningum brotaþola og í fullri iðrun, er fólki úthýst úr vinnunni og samfélaginu, jafnvel fólk á níræðis aldri. Það sem átti að létta á báðum aðilum endaði með enn meiri þjáningu þeirra sem komu hvergi nálægt. Allt ofbeldi, andlegt sem líkamlegt er viðurstyggð hvað þá gagnvart börnum. Börn líða fyrir vanrækstlu foreldra, skólakerfis og líka fyrir ofstæki trúarleiðtoga, karla og kvenna. Að ryðjast inn í barnssálina er ógeðsleg valdbeiting.
Er einhver, prestur/aðrir líka, í ljósi umræðunnar á leið í að játa syndir sínar aftur ?
Það var dæmdur morðingi sem talaði á Bylgjunni 7. sept, ætti ekki að múlbinda hann og refsa þótt hann hafi tekið út sinn dóm ? Hann er að vinna gott starf gegn eiturlyfjaváinni, hann þekkir málið af eigin reynslu.
Kærleiksríkur faðmur Jesú.
Það er fátt í dag sem speglar kærleiksríkan faðm Jesú Krists og ekki að undra að AA samtökin séu fjölmennusta trúarhreyfing í landinu.
Þar fær fólk að gera siðferðileg skil án þess að vera úthýst úr samtökunum.
Fagráð Þjóðkirkjunnar vildi ekki tjá sig um bréf biskups um að Séra Þórir mætti ekki starfa sem prestur.
Það að þegja er ein leið til þess að axla ekki ábyrgð gjörða sinna.
Sennilega verður sú leið valin héðan í frá.
Það væru fáir prestar í þjónustu ef syndir allra væru reiknaðar frá barnæsku til fullorðinsára.
Sá yðar sem syndlaus er kastið fyrsta steininum.
AA samtökin halda utan um syndara því allir alkar hafa syndgað oft og iðulega en reyna að dæma ekki eða flokka syndir hvort annars.
Nafnleyndin er algjör.
Dómstólar sjá svo vonandi um glæpamenn.