Mikið var gott að vakna í sínu eigin rúmi og enginn að káfa á manni út í loftið, í röku tjaldi fullur eða vímaður. Hvað þá að muna ekki lönd né strönd hvað gerðist. Skelfilegt.
Það er blessun að hafa náð þeim þroska að sækjast ekki eftir slíku rugli hvað þá að hafa ekki liðið mikið ofbeldi eins og margir verða fyrir og lifa í ótta og í sársauka ofbeldismanna.
Allir fá nú sennilega einhverntímann á baukinn en þá leitar fólk sér aðstoðar fagaðila ekki bara einhverra misvitra manna og kvenna.
Ofbeldi hefur áhrif á alla fjölskylduna.
Því eins og dominó hrynur hver á fætur öðrum niður og þarf að leggja hart að sér til þess að ná áttum og heilsu. Flestir ná því sem betur fer.
Sadó eða ást ?
Kærleiksríkar strokur henta flestum best þótt maður lesi um löglegt ofbeldisfullt kynlíf með svipum og ólum, keðjum og öðrum skelfilegu ofbeldi. Einnig um sérferðir í hópkynlíf eða makaskipti. Ímynda mér að fólk hafi gleymt því sem skiptir máli í hjónabandinu, traustinu.
Semsagt, ég vil að þú meiðir mig hugarfarið er hipp en kúl þótt ógeðslegt sé og mannfyrirlitningin algjör.
Hvað er eðlilegt og hvað er ofbeldi er ekki alltaf skýrt því miður.
Að vilja láta meiða sig er frekar lasið.