Enn skrifar Meyvant Þórólfsson dósent við HÍ magnaða grein í Moggann í dag.
Hann sér að uppkaup á landi til auðkývinga, þrátt fyrir lög um nýtingu auðlinda (smb lög nr. 57/1998) lofa ekki góðu.
Vatnsskortur er ógn.
Staðreyndin er að vatnsskortur í heiminum ógnar jafnvel heimsfriði. Kanadamenn, sem enn eiga nægilegt vatn, óttast yfirgang Bandaríkjanna og þeirra helsta áhyggjuefni er að þeir sækist eftir vatninu þar sem vatnsskortur ógnar draumalandi kapítalistanna þar sem heilbrigð hugsun fjarar undan þeirri hugmynd að markaðurinn leiti jafnvægis í markaðshagerfi frjálshyggjunnar. Atvinnulíf skiptir mestu um felferð þjóða en misskipting þar sem 1% landsmanna eiga um 80% auðsins segir ekkert um kerfið annað en að það sé fætt dauðvona.
Meyvant
Meyvant (Mogginn 8. Ágúst) sér hætturnar og eins við mörg. Það er einfeldni að halda að menn séu að kaupa land á Íslandi til þess að græða landið, vernda vilta laxinn, fá hingað ríka túrista. Ísland orðið að flóttamannabúðum fyrir frægafólkið til þess að fá frið frá kastljósi fjölmiðla.
Einmitt í einkaþotunum er verið að undirbúa náttúrvernd á Íslandi.
Atvinnulífið skiptir okkur mestu.
Hitt er svo annað mál að iðnaður og nýsköpun hugsjónamanna hefur verið grunnurinn að okkar velferð í gegnum áratugina. Landbúnaðurinn í dag er ekki bara framleiðsla á lambakjöti heldur líka náttúruvernd á ýmsum auðlindum.
Auðvaldið á Íslandi hér fyrr á tímum hefði aldrei selt landið frá okkur, svo mikið getum við lesið um þá sem mótuðu hér atvinnulífið.
Það hræðir mig hvað margir Samfylkingar (býrókratar) eru nú komnir í faðm erlendra sjóða og ætla að setja heilu dali landsins undir hótel og afdrep fyrir þá ríku. Fyrrum starfsmenn Reykjavíkurborgar í tíð SF ganga þar fremstir í flokki.
PR fulltrúar stjórnmálaflokkanna.
Að hafa góða ímyndafulltrúa hefur ekki bara reynst Kaupþingsmönnum, Samfylkunni, Sjálfstæðisflokknum og nú Viðreisn vel um tíma, heldur líka mjög illa þegar ljóst var í hruninu að ráðleggingar þeirra voru byggðar á þvælu og bulli, stundum var fólki hreinlega kennt að ljúga sannfærandi.
Fólk missir trúverðuleikann þegar það fer inn í þann sirkus sem almannatenglar ráðleggja iðulega. Það þekki ég persónulega mjög vel. Vissulega er ágætt að hlusta á þá en mikilvægt að fórna ekki sómakenndinni.
Stjórnmálamenn sem þora.
Oft var þörf á slíkum en nú er það spurning um að forðast nýtt fjármálahrun og leggja ómældan sársauka á fjölskyldur sem missa allt, heimili og heilsu.
Vilja menn ef til vill fá yfir sig nýjar skiptastjórnir sem taka til sín tímakaup líkt og ef sólahringurinn og vinnutíminn sé kominn upp í 40 stundir en ekki 24, hvað þá 8 tíma vinnudagur ?
Má vera að flestum sé bara alveg sama.
Það er að vísu grín en spurt hefur verið “hvað er líkt með sæðisfrumum og lögfræðingum ? “
Jú ein af milljón verður að manni. hehehe
Svona er þetta auðvitað ekki en svartir sauðir í öllum séttum draga úr trúverðuleika annarra sem vilja vinna af heilindum.